Hætta veiðimenn að kaupa laxveiðileyfi? Karl Lúðvíksson skrifar 3. október 2014 09:42 Nokkrir spjallþræðir á samfélagsmiðlunum hafa verið undirlagðir af umræðum veiðimanna um lélega veiði í sumar og verðlag laxveiðiánna. Lokatölur eru ennþá að berast en í næstu viku verður það líklega ljóst í öllum ánum nema hafbeitaránum hvernig sumarið endar. Það er deginum ljósara og hefur verið margrætt í sumar að þetta er eitt versta ár í laxveiði á suður og vesturlandi frá því að skipulegum gögnum um veiði var safnað saman. Af hverju þetta landssvæði kemur svona illa út veit engin í raun en þær raddir eru orðnar mjög háværar um að verðlag ánna endurspegli ekki gæði veiðisvæðana og veiðimenn eru farnir að pressa mjög á verðlækkanir. Fjölmargir þekktir veiðimenn ásamt núverandi og fyrrum forkólfum veiðifélaga hafa tjáð sig um þessi mál og hvatt veiðimenn til að standa saman og mynda þrýsting til verðlækkana, sérstaklega í þeim ám þar sem veiðin var hvað verst í sumar. Rökin sem hafa verið nefnd í þessu samhengi eru þau að meint gæði á ánum hafi hrakað og varan þar með svikin eða í það minnsta gölluð. Einhverjir hafa sagt að það beri að borga mönnum bætur fyrir að veiðileysið. Bent er á að þegar vel veiðist hækki veiðileyfin gjarnan og það hefur ekki staðið á veiðimönnum að panta sér leyfi í árnar þegar vel árar en þegar illa veiðist er þetta ekki í hina áttina, þ.e.a.s. menn vilja meina að með réttu ættu leyfin að lækka þegar illa veiðist. Undirritaður hefur marga fjöruna sopið í veiði og oft farið laxlaus heim úr veiðitúrum, sérstaklega á fyrstu árum veiðiferilsins og verslað veiðileyfi af líklega öllum veiðifélögum á einhverjum tímapunkt. Aldrei var það verið nefnt að vilja fá endurgreitt af því að einhver á var laxlaus þegar veitt var í henni eins og kom ítrekað fyrir á mögrum árum hér áður. Menn einfaldlega kaupa sér veiðivon en ekki örugga veiði, það hélt ég að væri nokkuð ljóst? Þú gætir keypt þér veiðileyfi á metári, fengið sunnan lægð með úrhelli og roki, áin fer í kakó og er óveiðanleg þá daga sem þú ert við hana. Það kallar varla á endurgreiðslu þó svo að það sé ömurlegt að lenda í þessu og áin varla gölluð þó að "Force Majoure" (Reiði náttúrunnar) gangi yfir einmitt þegar þú ert í veiði? Ef þetta er það sem veiðimenn vilja þarf að skrifa reglurnar alveg uppá nýtt og samningar veiðifélaga og landeigenda fara þá að taka mið af fjölda laxa sem veiðist eða gengur í ánna að viðbættum möguleikum á að veðrið verði lélegt. Þetta gengur varla upp. Kaup og sala veiðileyfa ER og VERÐUR alltaf háð lögmáli framboðs og eftirspurnar og ef veiðimenn eru ósáttir við verð í einhverri á hafa þeir þann möguleika að versla eða versla ekki veiðileyfi. En að ætlast til að hópur manna taki sig saman, lýsi því yfir að veiðiá sé "gölluð" eða "svikin" vara af því að við fengum lélegt ár í margar árnar er býsna langsótt. Árið var lélegt, við það situr en ég lifi engu að síður komandi vetur af með þá von í brjósti að komandi ár verði betra ef ekki frábært. Nú ef það klikkar þá kannski fer ég að máta golfkylfur. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Nokkrir spjallþræðir á samfélagsmiðlunum hafa verið undirlagðir af umræðum veiðimanna um lélega veiði í sumar og verðlag laxveiðiánna. Lokatölur eru ennþá að berast en í næstu viku verður það líklega ljóst í öllum ánum nema hafbeitaránum hvernig sumarið endar. Það er deginum ljósara og hefur verið margrætt í sumar að þetta er eitt versta ár í laxveiði á suður og vesturlandi frá því að skipulegum gögnum um veiði var safnað saman. Af hverju þetta landssvæði kemur svona illa út veit engin í raun en þær raddir eru orðnar mjög háværar um að verðlag ánna endurspegli ekki gæði veiðisvæðana og veiðimenn eru farnir að pressa mjög á verðlækkanir. Fjölmargir þekktir veiðimenn ásamt núverandi og fyrrum forkólfum veiðifélaga hafa tjáð sig um þessi mál og hvatt veiðimenn til að standa saman og mynda þrýsting til verðlækkana, sérstaklega í þeim ám þar sem veiðin var hvað verst í sumar. Rökin sem hafa verið nefnd í þessu samhengi eru þau að meint gæði á ánum hafi hrakað og varan þar með svikin eða í það minnsta gölluð. Einhverjir hafa sagt að það beri að borga mönnum bætur fyrir að veiðileysið. Bent er á að þegar vel veiðist hækki veiðileyfin gjarnan og það hefur ekki staðið á veiðimönnum að panta sér leyfi í árnar þegar vel árar en þegar illa veiðist er þetta ekki í hina áttina, þ.e.a.s. menn vilja meina að með réttu ættu leyfin að lækka þegar illa veiðist. Undirritaður hefur marga fjöruna sopið í veiði og oft farið laxlaus heim úr veiðitúrum, sérstaklega á fyrstu árum veiðiferilsins og verslað veiðileyfi af líklega öllum veiðifélögum á einhverjum tímapunkt. Aldrei var það verið nefnt að vilja fá endurgreitt af því að einhver á var laxlaus þegar veitt var í henni eins og kom ítrekað fyrir á mögrum árum hér áður. Menn einfaldlega kaupa sér veiðivon en ekki örugga veiði, það hélt ég að væri nokkuð ljóst? Þú gætir keypt þér veiðileyfi á metári, fengið sunnan lægð með úrhelli og roki, áin fer í kakó og er óveiðanleg þá daga sem þú ert við hana. Það kallar varla á endurgreiðslu þó svo að það sé ömurlegt að lenda í þessu og áin varla gölluð þó að "Force Majoure" (Reiði náttúrunnar) gangi yfir einmitt þegar þú ert í veiði? Ef þetta er það sem veiðimenn vilja þarf að skrifa reglurnar alveg uppá nýtt og samningar veiðifélaga og landeigenda fara þá að taka mið af fjölda laxa sem veiðist eða gengur í ánna að viðbættum möguleikum á að veðrið verði lélegt. Þetta gengur varla upp. Kaup og sala veiðileyfa ER og VERÐUR alltaf háð lögmáli framboðs og eftirspurnar og ef veiðimenn eru ósáttir við verð í einhverri á hafa þeir þann möguleika að versla eða versla ekki veiðileyfi. En að ætlast til að hópur manna taki sig saman, lýsi því yfir að veiðiá sé "gölluð" eða "svikin" vara af því að við fengum lélegt ár í margar árnar er býsna langsótt. Árið var lélegt, við það situr en ég lifi engu að síður komandi vetur af með þá von í brjósti að komandi ár verði betra ef ekki frábært. Nú ef það klikkar þá kannski fer ég að máta golfkylfur.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði