Heimir heldur að sér spilunum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 14:30 Vísir/Stefán Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Heimir Guðjónsson hefur tekið þátt í ótrúlegum uppgangi FH í íslenskri knattspyrnu en hann fær tækifæri á morgun til að vinna sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil með félaginu. Titlana hefur hann unnið sem leikmaður, aðstoðarþjálfari og nú þjálfari. Þar að auki þekkir hann tilfinninguna að fara í úrslitaleik sem þennan gegn Stjörnunni á morgun. Heimir var leikmaður KR í frægum úrslitaleik gegn ÍA í lokaumferð Íslandsmótsins árið 1996. Heimir ræddi við Vísi fyrir æfingu FH á Kaplakrikavelli í gær og valdi orð sín vandlega í viðtalinu. Hann viðurkenndi þó að hann hafi verið byrjaður að hugsa um leikinn gegn Stjörnunni áður en þessi vika rann upp. „Mikilvægast fyrir okkur er að koma út í leikinn og spila okkar leik. Við verðum að halda okkur við það sem við erum góðir í - og sleppa því sem við erum ekki góðir í,“ sagði Heimir. „Við byrjum á því og svo þegar líður á leikinn þá þurfum við að aðlagast honum.“ Hann hrósaði báðum liðum og sagði þau vera bæði með öfluga leikmenn, gott skipulag og mikið sjálfstraust. „Stjarnan hefur verið afar öflug það sem af er sumri. Ég held að þetta verði úrslitaleikur sem fólk vilji sjá.“ Heimir á von á markaleik. „Bæði lið eru sóknarþenkjandi og með öfluga sóknarmenn sem eru góðir í því að brjóta niður varnir. Það verður boðið upp á góðan sóknarleik í þessum leik.“Vísir/StefánEitt allra hættulegasta vopn Stjörnunnar eru skyndisóknir liðsins en Heimir er með ákveðnar lausnir í huga gegn þeim. „Ég get þó því miður ekki gefið upp hvernig við ætlum að stöðva þær. En skyndisóknir Stjörnunnar eru mjög öflugar og þar eru þeir með fjóra lykilmenn.“ Heimir byrjaði að leggja upp leikinn fyrir leikmenn á æfingunni á fimmtudag en hann segir að það sé ekki of seint. „Ég tel það hárréttan tíma til að byrja að undirbúa liðið fyrir leikinn. Því það getur unnið gegn leikmönnum ef maður ætlar að eyða of löngum tíma í undirbúninginn og vera með of mikið af upplýsingum.“ Hann segir mikilvægast að hver og einn fái að sinna sínum undirbúningi fyrir leikinni eins og viðkomandi telji best. „Leikmenn eru eins ólíkir og þeir eru margir en mestu máli skiptir er að láta utanaðkomandi áreiti ekki hafa áhrif á mann,“ segir Heimir.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47 Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30 Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15 Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41 Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30 Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04 Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Sjá meira
Heimir í jakkafötum: Ég tapaði veðmáli Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, vakti mikla athygli á hliðarlínunni í Kópavogi í kvöld. Heimir var mættur í huggulegum jakkafötum en hann hefur ekki sést fara úr FH-gallanum síðan hann tók við stjórnartaumunum þar. 3. ágúst 2011 21:47
Í eigin Heimi Heimir Guðjónsson, þjálfari FH, varð um síðustu helgi fyrstur þjálfara til að vinna hundrað leiki í efstu deild með einu félagi. FH-ingar hafa sigrað í þrettán eða fleiri leikjum á fyrstu sjö tímabilum Heimis síðan hann tók við í Krikanum. 25. september 2014 06:30
Sögustundin: ÍA - KR 1996 Vísir rifjar upp frægan leik ÍA og KR frá árinu 1996. 2. október 2014 16:15
Ólafur hættur hjá FH - Heimir tekur við Ólafur Jóhannesson hefur látið af störfum sem þjálfari bikarmeistara FH og við starfi hans tekur fyrrverandi aðstoðarmaður hans Heimir Guðjónsson. Þetta staðfestir félagið fréttatiltilkynningu í dag. 10. október 2007 14:41
Hittast á toppnum eftir ólíkan áratug FH og Stjarnan mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika á laugardaginn en gengi liðanna síðasta áratuginn hefur verið eins ólíkt og hugsast getur. 2. október 2014 07:30
Heimir verður áfram þjálfari FH-liðsins FH-ingar hafa staðfest það á heimasíðu sinni, fhingar.net, að Heimir Guðjónsson verður áfram þjálfari meistaraflokks karla hjá félaginu. Þetta verður fjórða sumar Heimis með liðinu en hann tók við liðinu af núverandi landsliðsþjálfara Ólafi Jóhannessyni. 27. september 2010 17:04