Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þór - Fylkir 5-2 | Þórsarar skoruðu fimm í fyrri hálfleik Ólafur Haukur Tómasson á Þórsvelli skrifar 22. maí 2014 18:30 Sveinn Elías Jónsson, fyrirliði Þórs. Vísir/Stefán Þórsarar fengu sín fyrstu stig í Pespi-deildinni í sumar þegar liðið vann 5-2 sigur á Fylki á Akureyri í kvöld. Fylkismenn léku manni færri í meira en klukkutíma. Það var langþráður sigur Þórsara sem leit dagsins ljós á Þórsvellinum í kvöld þegar Fylkir kom í heimsókn. Heimamenn léku á alls oddi og skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik og Fylkir í raun aldrei almennilega inn í leiknum. Þórsarar komust yfir í upphafi leiks þegar Hlynur Atli Magnússon kom með frábæra fyrirgjöf utan af hægri kanti og Jóhann Helgi Hannesson mætti boltanum með kollinum og stangaði boltann auðveldlega í netið. Þetta reyndist bara byrjunin á markasúpunni. Rétt um miðjan fyrri hálfleik fékk Gunnar Örn Guðmundsson, leikmaður Fylkis, að lýta rautt spjald eftir að hafa sparkað aftan í varnarmann Þór. Mjög óþarft og gæti hafa reynst Fylki dýrt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði Orri Freyr Hjaltalín annað mark Þórs í leiknum. Upp úr þurru minnkuðu Fylkismenn muninn þegar Ásgeir Örn var tekinn niður í vítateig Þórs og Ryan Maduro skoraði með góðri spyrnu og kom smá vítamínsprauta í lið Fylkis en hún var skammvinn. Shawn Nicklaw skoraði glæsilegt mark þegar hann niðurlægði varnarmann Fylkis á sprettinum og lyfti boltanum yfir Bjarna í markinu hjá Fylki utan af kantinum. Í kjölfarið opnuðust flóðgáttir í vörn Fylkis og á fimm mínútna kafla bætti Þór við tveimur mörkum. Kristinn Þór Björnsson komst í gegnum vörn Fylkis og lyfti honum yfir Bjarna í markinu og Sveinn Elías Jónsson fylgdi eftir bolta frá Jóhanni Helga og stýrði honum yfir línuna af stuttu færi. Heimamenn í Þór, sem voru stigalausir fyrir leik, fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forystu. Það dró til tíðinda í hálfleik þegar Hermann Hreiðarsson varamaður í Fylki og Valur Ingi Johansen, starfsmaður Fylkis, fengu að lýta rauða spjaldið vegna mótmæla en þeir voru meðal annars ósáttir vegna rauða spjaldsins á Gunnar Örn í fyrri hálfleik. Fylkismenn minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks þegar Hákon Ingi skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Odds Inga. Ekki gerðist mikið meira athugavert í leiknum og leikurinn endaði með góðum og öruggum sigri Þórsara sem næla í sín fyrstu stig þetta sumarið. Páll Viðar: Nælum í kærkomin stigVísir/ValliPáll Viðar Gíslason var vitanlega hæstánægður með langþráðan sigur Þórs í Pepsi-deild karla í kvöld. „Tilfinningin er fín, maður er búinn að bíða lengi eftir því að sjá Þórsliðið eins og það var í fyrri hálfleik. Ég er búinn að bíða eftir að sjá liðið með svona mikið lífsmark. Við vorum duglegir og eyddum mikilli orku í fyrri hálfleikinn og uppskárum eftir því," svaraði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við héldum haus en þeir misstu mann útaf og auðvitað fer þeirra leikur úr jafnvægi en við horfum á okkar frammistöðu. Við gáfum á okkur fá færi og kláruðum leikinn með mjög flottum fyrri hálfleik." Það voru nokkrar breytingar á liði Þórs fyrir leikinn og nokkrir menn voru að leika í nýjum stöðum. Hann prófaði meðal annars að færa Hlyn Atla Magnússon á miðja miðjuna en hann lék mjög vel í því hlutverki. Páll var ánægður með breytingarnar sem hann gerði og viðbrögð leikmanna við þeim. „Við breyttum um leikstöður og leikmenn, ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá gekk það upp en við erum alltaf að vinna í að þétta okkur og loka til baka. Við fengum á okkur eitt mark úr vítaspyrnu og eitt mark eftir hornspyrnu svo við gáfum lítið af færum á okkur svo þetta virðist vera að koma hjá okkur. Við fáum sjálfstraust eftir frammistöðu eins og í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með alla leikmenn Þórs, ég ætla ekki að taka einhvern einn og einn út en einhverjir fengu ný verkefni í nýjum stöðum. Eins og við sáum í fyrri hálfleik þá var mikill dugnaður og kraftur í Þórsliðinu og við nælum í kærkomin stig." „Manni líður ekki vel með núll stig, það gefur auga leið og við hefðum auðvitað viljað fá stig fyrr en við höfum verið götóttir til baka og það orsakar það að við erum ekki með mörg stig. Þrjú eru kærkominn og vonandi fylgjum við þessu eftir," sagði Páll varðandi það hve mikilvægt væri að hafa nælt í þessi þrjú stig. „Hann væri kominn með fimm mörk ef hann hefði komið í fyrsta leik," bætti Páll við er hann var spurður út í frammistöður nýja leikmannsins Shawn Nicklaw sem er nú búinn að skora tvö mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Þór. Hlynur Atli: Hingað og ekki lengra!Vísir/StefánHlynur Atli Magnússon viðurkenndi eftir leik að það hefði tekið sinn toll að tapa fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. „Heldur betur! Fjórir leikir án sigurs tekur virkilega á og við sögðum bara hingað og ekki lengra, það gengur ekki lengur að vera stigalausir eftir fjóra leiki. Við vildum það ekki og það sást í dag." „Þetta er gaman. Maður er aðeins meira í bolta og mér finnst þetta aðeins skemmtilegri staða, ég spilaði hana í yngri flokkum og ekkert yfir neinu að kvarta, ég var settur þarna í dag og skilaði mínu að ég held," sagði Hlynur þegar hann var spurður út í það hvernig honum fannst að vera settur í hlutverk á miðjunni í kvöld. Fjórir tapleikir í röð litu dagsins ljós hjá Þór en í dag var allt annað Þórslið mætt til leiks og unnu frækinn sigur á Fylki, hvað fannst Hlyn vera öðruvísi við leikinn í kvöld og hina leikina sem liðið hefur spilað í sumar? „Menn spiluðu með hjartanu, við tengdum vel saman og það gekk allt upp í fyrri hálfleik. Við vorum brosandi inn á vellinum og um leið og það gerist þá er bara eitt í gangi, við erum að sigra og skila góðum úrslitum. Við sjáum á næstu æfingu en það er gaman inn í klefa. Að fá þrjú stig í sarpinn er virkilega mikilvægt. Það er ágætt að byggja ofan á þetta og halda áfram ótrauðir."Ásmundur Arnarsson: Einbeittum okkur að dómgæslunni Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn og fannst Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, ekki dæma hann vel. Hann taldi sína menn hafa truflast of mikið af dómgæslunni í fyrri hálfleik en hrósaði þeim fyrir að taka sig saman í andlitinu og mæta með rétt hugarfar til seinni hálfleiks. „Við komum inn í þennan leik vitandi það að mikið væri í húfi fyrir Þórsarana og að þeir myndu koma fastir fyrir í leikinn. Mikið baráttulið og mikið hjarta í því liði, við ætluðum auðvitað að svara því og spila okkar leik en eins og sást á okkar látbragði í fyrri hálfleik þá vorum við verulega ósáttir við þá línu sem dómaratríóið gaf í fyrri hálfleik. Okkar tilfinning var sú að þeir komust upp með alltof mikið, við tölum um tvö til þrjú mörk þar sem okkur finnst klárlega vera brotið á okkur á undan og svo eitt mark sem er ódýr aukaspyrna sem þeir fá. Auðvitað erum við ósáttir og leikmenn bregðast kannski við mótlætinu á rangan hátt og missa fókusinn með því að einbeita sér að dómgæslunni. Í kjölfarið fáum við á okkur enn fleiri óþarfa mörk og rautt spjald sem skapast af þessum pirringi sem skapast eftir að svona mikið er leyft. Hinsvegar get ég sagt að í seinni hálfleik kom nýtt lið inn í leikinn sem var með réttan fókus og við skoruðum þarna eitt mark og hefðum getað gert fleiri. Ég hrósa strákunum fyrir það að hafa komið rétt inn á í seinni hálfleik," sagði Ásmundur. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Gunnar Örn Jónsson, leikmaður Fylkis, að lýta rauða spjaldið eftir að hafa sparkað aftan í varnarmann Þórs. Ásmundur gaf til kynna að þetta hafi verið ein keðjuverkun slakrar dómgæslu . „Þetta er í framhaldinu af miklum tæklingum og hve mikið var leyft. Það var mikið ýtt við Gunnari í leiknum og það var gert þarna í teignum og Gunnar snýr sér við og danglar aðeins fætinum til hans, það er svo dómarans að vega og meta stöðuna og hvað hafði verið í gangi í leiknum og túlka dæmið. Klárlega getur hann túlkað dæmið þannig að þetta hafi verið réttlátt rautt spjald eða ekki," svaraði Ásmundur þegar hann var spurður út í spjaldið. Rauða spjaldið á Gunnar var ekki eina spjaldið sem Fylkismenn sáu í leiknum en í hálfleik fengu þeir Hermann Hreiðarsson, varamaður, og Valur Ingi Johansen, starfsmaður Fylkis, að lýta rauða spjaldið vegna óspekta í garð dómara eftir að flautað var til hálfleiks. „Við vorum ósáttir og komum að dómaranum og lýstum yfir að við vorum ósáttir. Mér fannst það hart að okkar liðstjórn fái tvö rauð spjöld eftir það atvik en það þróaðist þannig," sagði Ásmundur um atvikið. „Hann er í topp formi," sagði Ásmundur um það í hvernig standi Hermann Hreiðarsson væri í en hann gekk til liðs við Fylki á dögunum og var þetta í fyrsta skiptið sem Hermann var á leikskýrslu hjá Fylki. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Þórsarar fengu sín fyrstu stig í Pespi-deildinni í sumar þegar liðið vann 5-2 sigur á Fylki á Akureyri í kvöld. Fylkismenn léku manni færri í meira en klukkutíma. Það var langþráður sigur Þórsara sem leit dagsins ljós á Þórsvellinum í kvöld þegar Fylkir kom í heimsókn. Heimamenn léku á alls oddi og skoruðu fimm mörk í fyrri hálfleik og Fylkir í raun aldrei almennilega inn í leiknum. Þórsarar komust yfir í upphafi leiks þegar Hlynur Atli Magnússon kom með frábæra fyrirgjöf utan af hægri kanti og Jóhann Helgi Hannesson mætti boltanum með kollinum og stangaði boltann auðveldlega í netið. Þetta reyndist bara byrjunin á markasúpunni. Rétt um miðjan fyrri hálfleik fékk Gunnar Örn Guðmundsson, leikmaður Fylkis, að lýta rautt spjald eftir að hafa sparkað aftan í varnarmann Þór. Mjög óþarft og gæti hafa reynst Fylki dýrt. Aðeins nokkrum sekúndum síðar skoraði Orri Freyr Hjaltalín annað mark Þórs í leiknum. Upp úr þurru minnkuðu Fylkismenn muninn þegar Ásgeir Örn var tekinn niður í vítateig Þórs og Ryan Maduro skoraði með góðri spyrnu og kom smá vítamínsprauta í lið Fylkis en hún var skammvinn. Shawn Nicklaw skoraði glæsilegt mark þegar hann niðurlægði varnarmann Fylkis á sprettinum og lyfti boltanum yfir Bjarna í markinu hjá Fylki utan af kantinum. Í kjölfarið opnuðust flóðgáttir í vörn Fylkis og á fimm mínútna kafla bætti Þór við tveimur mörkum. Kristinn Þór Björnsson komst í gegnum vörn Fylkis og lyfti honum yfir Bjarna í markinu og Sveinn Elías Jónsson fylgdi eftir bolta frá Jóhanni Helga og stýrði honum yfir línuna af stuttu færi. Heimamenn í Þór, sem voru stigalausir fyrir leik, fóru inn í hálfleikinn með fjögurra marka forystu. Það dró til tíðinda í hálfleik þegar Hermann Hreiðarsson varamaður í Fylki og Valur Ingi Johansen, starfsmaður Fylkis, fengu að lýta rauða spjaldið vegna mótmæla en þeir voru meðal annars ósáttir vegna rauða spjaldsins á Gunnar Örn í fyrri hálfleik. Fylkismenn minnkuðu muninn í upphafi seinni hálfleiks þegar Hákon Ingi skoraði af stuttu færi eftir hornspyrnu Odds Inga. Ekki gerðist mikið meira athugavert í leiknum og leikurinn endaði með góðum og öruggum sigri Þórsara sem næla í sín fyrstu stig þetta sumarið. Páll Viðar: Nælum í kærkomin stigVísir/ValliPáll Viðar Gíslason var vitanlega hæstánægður með langþráðan sigur Þórs í Pepsi-deild karla í kvöld. „Tilfinningin er fín, maður er búinn að bíða lengi eftir því að sjá Þórsliðið eins og það var í fyrri hálfleik. Ég er búinn að bíða eftir að sjá liðið með svona mikið lífsmark. Við vorum duglegir og eyddum mikilli orku í fyrri hálfleikinn og uppskárum eftir því," svaraði Páll Viðar, þjálfari Þórs eftir leikinn. „Við héldum haus en þeir misstu mann útaf og auðvitað fer þeirra leikur úr jafnvægi en við horfum á okkar frammistöðu. Við gáfum á okkur fá færi og kláruðum leikinn með mjög flottum fyrri hálfleik." Það voru nokkrar breytingar á liði Þórs fyrir leikinn og nokkrir menn voru að leika í nýjum stöðum. Hann prófaði meðal annars að færa Hlyn Atla Magnússon á miðja miðjuna en hann lék mjög vel í því hlutverki. Páll var ánægður með breytingarnar sem hann gerði og viðbrögð leikmanna við þeim. „Við breyttum um leikstöður og leikmenn, ef við horfum á fyrri hálfleikinn þá gekk það upp en við erum alltaf að vinna í að þétta okkur og loka til baka. Við fengum á okkur eitt mark úr vítaspyrnu og eitt mark eftir hornspyrnu svo við gáfum lítið af færum á okkur svo þetta virðist vera að koma hjá okkur. Við fáum sjálfstraust eftir frammistöðu eins og í fyrri hálfleik. Ég er ánægður með alla leikmenn Þórs, ég ætla ekki að taka einhvern einn og einn út en einhverjir fengu ný verkefni í nýjum stöðum. Eins og við sáum í fyrri hálfleik þá var mikill dugnaður og kraftur í Þórsliðinu og við nælum í kærkomin stig." „Manni líður ekki vel með núll stig, það gefur auga leið og við hefðum auðvitað viljað fá stig fyrr en við höfum verið götóttir til baka og það orsakar það að við erum ekki með mörg stig. Þrjú eru kærkominn og vonandi fylgjum við þessu eftir," sagði Páll varðandi það hve mikilvægt væri að hafa nælt í þessi þrjú stig. „Hann væri kominn með fimm mörk ef hann hefði komið í fyrsta leik," bætti Páll við er hann var spurður út í frammistöður nýja leikmannsins Shawn Nicklaw sem er nú búinn að skora tvö mörk í jafn mörgum leikjum fyrir Þór. Hlynur Atli: Hingað og ekki lengra!Vísir/StefánHlynur Atli Magnússon viðurkenndi eftir leik að það hefði tekið sinn toll að tapa fyrstu fjórum leikjum sínum á tímabilinu. „Heldur betur! Fjórir leikir án sigurs tekur virkilega á og við sögðum bara hingað og ekki lengra, það gengur ekki lengur að vera stigalausir eftir fjóra leiki. Við vildum það ekki og það sást í dag." „Þetta er gaman. Maður er aðeins meira í bolta og mér finnst þetta aðeins skemmtilegri staða, ég spilaði hana í yngri flokkum og ekkert yfir neinu að kvarta, ég var settur þarna í dag og skilaði mínu að ég held," sagði Hlynur þegar hann var spurður út í það hvernig honum fannst að vera settur í hlutverk á miðjunni í kvöld. Fjórir tapleikir í röð litu dagsins ljós hjá Þór en í dag var allt annað Þórslið mætt til leiks og unnu frækinn sigur á Fylki, hvað fannst Hlyn vera öðruvísi við leikinn í kvöld og hina leikina sem liðið hefur spilað í sumar? „Menn spiluðu með hjartanu, við tengdum vel saman og það gekk allt upp í fyrri hálfleik. Við vorum brosandi inn á vellinum og um leið og það gerist þá er bara eitt í gangi, við erum að sigra og skila góðum úrslitum. Við sjáum á næstu æfingu en það er gaman inn í klefa. Að fá þrjú stig í sarpinn er virkilega mikilvægt. Það er ágætt að byggja ofan á þetta og halda áfram ótrauðir."Ásmundur Arnarsson: Einbeittum okkur að dómgæslunni Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, var ekki sáttur með fyrri hálfleikinn og fannst Gunnar Jarl Jónsson, dómari leiksins, ekki dæma hann vel. Hann taldi sína menn hafa truflast of mikið af dómgæslunni í fyrri hálfleik en hrósaði þeim fyrir að taka sig saman í andlitinu og mæta með rétt hugarfar til seinni hálfleiks. „Við komum inn í þennan leik vitandi það að mikið væri í húfi fyrir Þórsarana og að þeir myndu koma fastir fyrir í leikinn. Mikið baráttulið og mikið hjarta í því liði, við ætluðum auðvitað að svara því og spila okkar leik en eins og sást á okkar látbragði í fyrri hálfleik þá vorum við verulega ósáttir við þá línu sem dómaratríóið gaf í fyrri hálfleik. Okkar tilfinning var sú að þeir komust upp með alltof mikið, við tölum um tvö til þrjú mörk þar sem okkur finnst klárlega vera brotið á okkur á undan og svo eitt mark sem er ódýr aukaspyrna sem þeir fá. Auðvitað erum við ósáttir og leikmenn bregðast kannski við mótlætinu á rangan hátt og missa fókusinn með því að einbeita sér að dómgæslunni. Í kjölfarið fáum við á okkur enn fleiri óþarfa mörk og rautt spjald sem skapast af þessum pirringi sem skapast eftir að svona mikið er leyft. Hinsvegar get ég sagt að í seinni hálfleik kom nýtt lið inn í leikinn sem var með réttan fókus og við skoruðum þarna eitt mark og hefðum getað gert fleiri. Ég hrósa strákunum fyrir það að hafa komið rétt inn á í seinni hálfleik," sagði Ásmundur. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk Gunnar Örn Jónsson, leikmaður Fylkis, að lýta rauða spjaldið eftir að hafa sparkað aftan í varnarmann Þórs. Ásmundur gaf til kynna að þetta hafi verið ein keðjuverkun slakrar dómgæslu . „Þetta er í framhaldinu af miklum tæklingum og hve mikið var leyft. Það var mikið ýtt við Gunnari í leiknum og það var gert þarna í teignum og Gunnar snýr sér við og danglar aðeins fætinum til hans, það er svo dómarans að vega og meta stöðuna og hvað hafði verið í gangi í leiknum og túlka dæmið. Klárlega getur hann túlkað dæmið þannig að þetta hafi verið réttlátt rautt spjald eða ekki," svaraði Ásmundur þegar hann var spurður út í spjaldið. Rauða spjaldið á Gunnar var ekki eina spjaldið sem Fylkismenn sáu í leiknum en í hálfleik fengu þeir Hermann Hreiðarsson, varamaður, og Valur Ingi Johansen, starfsmaður Fylkis, að lýta rauða spjaldið vegna óspekta í garð dómara eftir að flautað var til hálfleiks. „Við vorum ósáttir og komum að dómaranum og lýstum yfir að við vorum ósáttir. Mér fannst það hart að okkar liðstjórn fái tvö rauð spjöld eftir það atvik en það þróaðist þannig," sagði Ásmundur um atvikið. „Hann er í topp formi," sagði Ásmundur um það í hvernig standi Hermann Hreiðarsson væri í en hann gekk til liðs við Fylki á dögunum og var þetta í fyrsta skiptið sem Hermann var á leikskýrslu hjá Fylki.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira