Jonah Hill og Margot Robbie voru meðal kynna á Golden Globe-verðlaunahátíðinni rétt í þessu og áttu að kynna myndina The Wolf of Wall Street sem tilnefnd er sem besta myndin.
Textavélin klikkaði hins vegar í beinni og vissu þau ekki alveg hvernig þau áttu að haga sér.
„Ég ætla ekki að ljúga að ykkur. Núna er vitlaus texti á textavélinni,“ sagði Jonah en Margot þorði ekki að spinna.
„Ég hef aldrei gert þetta áður þannig að ég vil ekki spila af fingrum fram.“
Textavélin klikkaði í beinni
Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Mest lesið
Fleiri fréttir
