Lífið

Sjáið þessa magavöðva

Meðfylgjandi eru myndir úr seinni hluta herferðarmyndatöku fyrir herrailminn Vatnajökul frá Gyðja Collection en andlit hans er kraftajötuninn Hafþór Júlíus Björnsson. Lífið á Vísi frumsýndi myndir úr fyrri herferðarmyndatökunni fyrir stuttu en í henni var víkingaþema. Nú er annað uppi á teningnum.

„Þarna vorum við að leitast eftir meira klassískum herferðarmyndum með örlitlu „edge“. Hann er meira að segja í skyrtu og með bindi sem hann er ekki mjög vanur að klæðast sjálfur,“ segir Sigrún Lilja hjá Gyðja Collection.

„Markmiðið var að sýna Hafþór svolítið í öðru ljósi, í raun sem manninn sem hann hefur að geyma í raun og veru. Sem er flottur og einlægur víkingur. Myndirnar vildum við að væru seiðandi en jafnframt karlmannslegar,“ bætir hún við.

Íris Stefánsdóttir, ljósmyndari sá um tökuna og vinnsluna á myndunum en þær verða frumsýndar í vikunni. Solla í NYX sá um að farða Hafþór Júlíus.

Hafþór heldur á Sigrúnu Lilju.
Fjör á setti.
Sigrún Lilja í hláturskasti.

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.