Bílar

Vöxtur í bílasölu í Evrópu 15. mánuðinn í röð

Finnur Thorlacius skrifar
Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu.
Volkswagen Golf, einn söluhæsti bíllinn í Evrópu.
Bílasala jókst um 1% í nóvember í Evrópu og hefur bílasala nú vaxið í 15 mánuði í röð í álfunni. Bílasala á árinu hefur vaxið um 6% í Evrópu á árinu og búist er við 4-5% vexti á næsta ári.

Renault jók söluna um 4% og 11% vöxtur Dacia, sem er í eigu Renault átti þar stærstan þátt. Hlutdeild Renault í Evrópu er nú 9,5%, en var 9,2% í fyrra.

Volkswagen jók söluna um 3% í nóvember og þar hjálpaði einnig góð sala undirmerkisins Seat mikið til, en þar jókst salan um 10%. Nú er markaðshlutdeild Volkswagen bílafjölskyldunnar í Evrópu 26,7%, eða meira en fjórði hver bíll.

Nissan ætti frábæran nóvembermánuð og jókst sala bíla þeirra um 19%, en sala Toyota jókst um 3%. Lúxusbílamerkin áttu einnig fínan mánuð og jókst sala Mercedes Benz um 10%, BMW um 9%, Volvo um 9% og Audi um 4%.

Í þremur af stærstu bílasölulöndum Evrópu varð vöxtur, 17% á Spáni, 8% í Bretlandi og 5% á Ítalíu. Í Frakklandi minnkaði salan um 3% og um 2% í Þýskalandi. 






×