Tapaði 150 milljörðum á 2 vikum Finnur Thorlacius skrifar 17. desember 2014 09:30 Elon Musk kynnir Tesla Model S. Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar. Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður
Hlutafjáreign Elon Musk forstjóra og aðaleiganda rafbílaframleiðandans Tesla í Bandaríkjunum hefur lækkað um 1,2 milljarð dollara, eða 150 milljarða króna á síðustu tveimur vikum. Ástæða lækkunar hlutabréfa í Tesla er hrun olíuverðs, en hlutabréfamarkaðurinn gerir ráð fyrir að eftispurn eftir rafmagnsbílum fari minnkandi vegna þeirrar lækkunar sem orðið hefur á olíu. Hlutabréf í Tesla hafa farið hratt lækkandi. Hæst stóðu þau í september og voru þá skráð 284 dollarar, en eru nú komin í 200 dollara. Elon Musk á einnig 21 milljónir hluta í sólarrafhlöðuframleiðandanum Solar City. Hlutabréf í því fyrirtæki hafa lækkað frá 86 dollurum í 50 dollara og þar hefur Musk einnig tapað miklu. Það er þó ekki eins og Elon Musk eigi ekki fyrir salti í grautinn. Virði þeirra bréfa sem hann á í Tesla og Solar City stendur nú í 7 milljörðum dollara, eða 875 milljörðum króna, en var 1.025 milljarðar í lok síðasta mánaðar.
Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Veður