Skartgripir og nærbuxur sem eiga að koma í veg fyrir nauðgun Kjartan Atli Kjartansson skrifar 30. maí 2014 21:13 Markhópur fyrirtækjanna virðist vera ungar konur. Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear. Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Fyrirtækið JWT Singapore hefur sett á markað armband og hálsmen sem eiga að auka öryggi kvenna og koma í veg fyrir að þeim verði nauðgað. Armbandið og hálsmenið eru með sérstökum takka sem sendir GPS hnit í textaskilaboðum. Þegar skartgripirnir eru keyptir er hægt að velja til hverra GPS hnitin eru send. Skartgripirnir hringja einnig í síma konunnar sem er með þá, til þess að gefa henni ástæðu til að „komast úr erfiðum aðstæðum“, eins og segir í auglýsingu fyrirtækisins. Skartgripirnir eru nefndir Verndarengillinn, eða Guardian Angel á ensku. Þetta eru ekki fyrstu vörurnar sem konur geta verið þegar þær fara út á lífið og á að verja þær fyrir nauðgun. Fyrirtækið Arwear setti á markað nærfatnað úr efni sem ekki er hægt að klippa né rífa, eins konar skírlífsbelti, seint á síðasta ári.„Enga stund að fara úr böndunum“ Valerie Cheng, tengiliður JWT Singapore, sagði í viðtali að armbandið væri hugsað til þess að gefa konum ástæðu til að komast úr aðstæðum sem þær teldur vera hættulegar. „Kannski eru einhverjar ungar konur sem eiga erfitt með að komast úr aðstæðum þegar maður sem þær þekkja er orðinn drukkinn og farinn að vera of ágengur. Svoleiðis aðstæður eru enga stund að fara úr böndunum. Þetta er hugsað fyrir konur sem lenda í slíku,“ útskýrir hún. Fyrirtækin sem framleiða vörurnar hafa verið gagnrýnd fyrir að framleiða tískuvarning til þess gerðan að verja konur frá nauðgun. „Það, að konur hafi tilefni til að kaupa hluti sem verja þær frá nauðgun, er alvarlegur hlutur. Mér finnst ekki rétt að tískuvæða svoleiðis hluti. Það á að taka þessu alvarlega og ekki fela svona varning,“ segir Adi Roberson, pistlahöfundur á vefsíðunni The Verge. Hún telur fyrirtækin vera að hagnast á hræðsluáróðri og hvetja til þess að konur sætti sig við að þetta sé hætta, í staðinn fyrir að tækla vandamálið, sem liggi hjá gerandanum. Hún rýnir í auglýsingar fyrirtækjanna, sem eiga að fylla konur að öryggiskennd. „Lifðu lífinu áhyggjulaust,“ segir meðal annars. Hér má sjá myndband sem er auglýsing fyrir Arwear.
Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira