Lancer Evo fær eins árs framhaldslíf Finnur Thorlacius skrifar 30. maí 2014 10:04 Mitsubishi Lancer Evolution X Autoblog Mitsubishi hefur fyrir nokkru tilkynnt að fyrirtækið hyggist hætta framleiðslu hins öfluga Mitsubishi Lancer Evolution og stóð til að framleiðslan leggðist af á þessu ári. Núverandi kynslóð bílsins hefur verið framleidd frá árinu 2007, en hann er búinn 300 hestafla vél. Nýjust fréttir úr herbúðum Mitsubishi eru hinsvegar þær að framleiðslunni verði framhaldið til júlímánaðar á næsta ári. Mitsubishi hefur engin áform um það að framleiða arftaka þessa bíls sem dáður er af mörgum bílaáhugmönnum og hefur verið notaður í rallakstur víða um heim. Þó hefur heyrst að Mitsubishi ætli að framleiða öflugan bíl af svipaðri stærð sem væri með tvinntækni. Mitsubishi mun strax hefja sölu á 2015 árgerð Lancer Evolution í júlí á þessu ári, en þar verður um að ræða bíl sem lítið mun breytast frá fyrri árgerð. Þar fer því síðasta árgerð þessa bíls og síðasta tækifæri þeirra sem alltaf hafa dreymt um að eignast þennan kostagrip. Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent
Mitsubishi hefur fyrir nokkru tilkynnt að fyrirtækið hyggist hætta framleiðslu hins öfluga Mitsubishi Lancer Evolution og stóð til að framleiðslan leggðist af á þessu ári. Núverandi kynslóð bílsins hefur verið framleidd frá árinu 2007, en hann er búinn 300 hestafla vél. Nýjust fréttir úr herbúðum Mitsubishi eru hinsvegar þær að framleiðslunni verði framhaldið til júlímánaðar á næsta ári. Mitsubishi hefur engin áform um það að framleiða arftaka þessa bíls sem dáður er af mörgum bílaáhugmönnum og hefur verið notaður í rallakstur víða um heim. Þó hefur heyrst að Mitsubishi ætli að framleiða öflugan bíl af svipaðri stærð sem væri með tvinntækni. Mitsubishi mun strax hefja sölu á 2015 árgerð Lancer Evolution í júlí á þessu ári, en þar verður um að ræða bíl sem lítið mun breytast frá fyrri árgerð. Þar fer því síðasta árgerð þessa bíls og síðasta tækifæri þeirra sem alltaf hafa dreymt um að eignast þennan kostagrip.
Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Innlent