Audi býr sig undir rafbílavæðingu Finnur Thorlacius skrifar 1. júlí 2014 16:30 Audi R8 e-tron rafmagnsbílar. GT spirit Á síðasta ári seldust um 180.000 rafmagnsbílar en spáð er að árið 2028 verði seldar 2,7 milljónir rafmagnsbíla á ári. Fyrir stóran bílaframleiðanda er því lítið vit í því að taka ekki þátt í smíði rafmagnsbíla. Audi ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum og hefur gert drög að heilmikilli rafbílavæðingu Audi bíla. Nú þegar býður Audi R8 e-tron sportbílinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og hefur drægni uppá 450 kílómetra. Það er þó eini hreinræktaði rafmagnsbíll Audi en í áætlunum Audi er gert ráð fyrir mörgum slíkum bílum. Audi fylgist grannt með góðum gangi Tesla og einnig góðri sölu BMW í i3 rafmagnsbílnum og væntanlegri markaðssetningu i8 sportbíls BMW. Það þýðir þó ekki að Audi ætli að hefja stórtæka framleiðslu rafmagnsbíla á morgun, heldur er meiningin að vera tilbúnir ef eftirspurnin tekur mikinn kipp. Sú vaktstaða gæti staðið næstu 5-7 árin. Heimildir herma að Audi hafi gert plön um að geta snarlega útvegað nýjan Audi Q8 jeppa sinn sem rafmagnsbíl, en ekki fylgja sögur af hvaða fleiri gerðir Audi bíla yrðu þannig boðnir einnig. Audi miðar við að enginn þeirra myndi hafa minni drægni en 400 kílómetra. Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent
Á síðasta ári seldust um 180.000 rafmagnsbílar en spáð er að árið 2028 verði seldar 2,7 milljónir rafmagnsbíla á ári. Fyrir stóran bílaframleiðanda er því lítið vit í því að taka ekki þátt í smíði rafmagnsbíla. Audi ætlar að hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum og hefur gert drög að heilmikilli rafbílavæðingu Audi bíla. Nú þegar býður Audi R8 e-tron sportbílinn sem eingöngu gengur fyrir rafmagni og hefur drægni uppá 450 kílómetra. Það er þó eini hreinræktaði rafmagnsbíll Audi en í áætlunum Audi er gert ráð fyrir mörgum slíkum bílum. Audi fylgist grannt með góðum gangi Tesla og einnig góðri sölu BMW í i3 rafmagnsbílnum og væntanlegri markaðssetningu i8 sportbíls BMW. Það þýðir þó ekki að Audi ætli að hefja stórtæka framleiðslu rafmagnsbíla á morgun, heldur er meiningin að vera tilbúnir ef eftirspurnin tekur mikinn kipp. Sú vaktstaða gæti staðið næstu 5-7 árin. Heimildir herma að Audi hafi gert plön um að geta snarlega útvegað nýjan Audi Q8 jeppa sinn sem rafmagnsbíl, en ekki fylgja sögur af hvaða fleiri gerðir Audi bíla yrðu þannig boðnir einnig. Audi miðar við að enginn þeirra myndi hafa minni drægni en 400 kílómetra.
Mest lesið Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Erlent Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Erlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent María Kristjánsdóttir er látin Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2024 Innlent Snjóþekja og skafrenningur gætu sett strik í reikninginn Innlent Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Innlent „Mjög margir sem gleyma því og eru þá eins og beljur á svelli“ Innlent