Handbolti

Ísak verður áfram hjá FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Ísak Rafnsson og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, eftir undirskriftina í gærkvöld.
Ísak Rafnsson og Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH, eftir undirskriftina í gærkvöld.
Ísak Rafnsson, skytta FH í Olís-deildinni í handbolta og einn besti varnarmaður liðsins, hefur framlengt samning sinn við liðið til tveggja ára.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá FH-ingum, en í henni segir að Ísak hafi verið eftirsóttur eftir að síðasta tímabili lauk og hafa bæði félög hér heima og erlendis reynt að fá hann til sín.

Ísak hefur þó tekið þá ákvörðun að halda áfram að spila fyrir uppeldisfélag sitt sem eru jákvæð tíðindi fyrir liðið og nýjan þjálfara þess, Halldór Jóhann Sigfússon.

Ísak skoraði 48 mörk í 21 leik í Olís-deildinni í fyrra, en hann fékk svo gríðarlega mikið lof handboltasérfræðinga fyrir frammistöðu sína í varnarleiknum í undanúrslitarimmunni á móti Haukum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×