Viðskipti innlent

Forstjóri Haga ósáttur við niðurstöðu í ostamáli

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Finnur Árnason, forstjóri Haga, og Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. vísir/anton
Finnur Árnason, forstjóri Haga, segir ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að úthluta ekki viðbótartollkvótum fyrir innflutning á buffala-, geita- og ærmjólkurostum né heldur lífrænum kjúklingi, koma sér á óvart. Hann segir niðurstöðuna ekki sambærilega niðurstöðu í hinu svokallaða smjörmáli Mjólkursamsölunnar.

„Við teljum að rökin haldi ekki þar sem í smjörmálinu gerði ráðgjafanefndin drög að tillögu til ráðherra þar sem lagt var til tollfrjáls innflutningur á smjöri. Það eru önnur rök sem eru notuð nú og það kemur okkur á óvart,“ segir Finnur í samtali við Vísi.

„Það er líka alveg ljóst að það er verið að reyna að villa fyrir í umræðunni með því að tala um tollkvóta því ríkið selur þessa tollkvóta, og andvirðið sem innflytjendur greiða fyrir tollkvótana er ígildi tolla. Þannig að rökin halda ekki og þess vegna erum við ósátt við niðurstöðuna.“

Hvert verður næsta skref hjá Högum?

„Þegar við horfum upp á það að aðili eins og Mjólkursamsalan fær allt aðra meðferð hjá stjórnvaldinu heldur en við, fyrirtæki úti í bæ, þá hljótum við að skoða okkar hlut og við munum halda áfram með þetta mál.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×