Bíó og sjónvarp

Þetta eru fimm bestu frasar íslenskrar kvikmyndasögu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Björn Jörundur Friðbjörnsson er atkvæðamikill í vinsælustu frösunum, og kemur fyrir í þremur af atriðunum fimm.
Björn Jörundur Friðbjörnsson er atkvæðamikill í vinsælustu frösunum, og kemur fyrir í þremur af atriðunum fimm.

Lesendur Vísis hafa valið fimm fleygustu setningar úr íslenskri kvikmyndasögu í kosningu sem lauk 10. febrúar. Munu áhorfendur Edduverðlaunahátíðarinnar kjósa á milli setninganna fimm í símakosningu meðan á beinni útsendingu hátíðarinnar stendur.

Sérstök valnefnd á vegum Eddunnar fór í gegnum nokkra tugi fleygra frasa úr kvikmyndum framleiddum fyrir árið 2000 og valdi tuttugu þekktar setningar sem lesendur Vísis kusu á milli.

Setningarnar fimm eru úr þremur kvikmyndum; Englum Alheimsins eftir Friðrik Þór Friðriksson, Með allt á hreinu eftir Ágúst Guðmundsson og Sódómu Reykjavík eftir Óskar Jónasson.

Edduhátíðin fer fram laugardaginn 22. febrúar og verður hún í opinni dagskrá á Stöð 2 og hér á Vísi.

Dúfnahólar 10 - Sódóma Reykjavík


Vistmenn á Kleppi - Englar alheimsins


Inn, út, inn, inn, út - Með allt á hreinu


Geri ekki neitt fyrir neinn - Sódóma Reykjavík


Engin helvítis rúta - Með allt á hreinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.