Nissan Leaf mest seldi bíllinn í Noregi það sem af er 2014 Finnur Thorlacius skrifar 18. febrúar 2014 08:45 Nissan Leaf hlaðinn. Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði. Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent
Rafbíllinn Nissan Leaf hefur vakið gríðarlega athygli í Noregi og hefur slegið í gegn frá því bíllinn var kynntur þar árið 2011. Nissan Leaf er í dag mest seldi bíllinn það sem af er árinu í Noregi, með um 650 eintök seld. Það er um það bil 7% markaðshlutdeild og hefur salan aukist jafnt og þétt frá 2011 enda hefur framleiðandinn stutt sérstaklega við umboð á Norðurlöndunum, þar með talið BL á Íslandi, svo hægt sé að kynna bílinn sem er sérhannaður fyrir norðlægar slóðir. Það hefur komið mörgum á óvart að Nissan Leaf hafi skotið bensín- og dísilbílum ref fyrir rass en ljóst er að bíllinn höfðar til mjög breiðs kaupendahóps í Noregi. Með stuðningi Nissan, sérhæfðu rafbílaverkstæði, víðtækri ábyrgð, tilhlýðilegum hleðslubúnaði og hitara á rafhlöðu ætti Nissan Leaf að eiga einnig góða möguleika á hinum íslenska markaði.
Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent