Lífið

Gerði grín að flugslysinu

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikarinn Jason Biggs var harðlega gagnrýndur í gær þegar hann gerði grín að flugvél flugfélagsins Malaysian Airlines, MH17, sem skotin var niður í Úkraínu, sextíu kílómetrum frá borginni Donetsk.

„Vill einhver kaupa flugpunktana mína hjá Malaysia Airlines?“ skrifaði leikarinn á Twitter-síðu sína.

Nú hefur Jason eytt tístinu og skrifar í staðinn afsökunarbeiðni í fjórum hlutum.

„Fólk móðgaðist og það var ekki ásetningur minn. Ég bið það fólk afsökunar,“ skrifar Jason og segist vera miður sín yfir því sem gerðist.

„Þetta er augljóslega hræðilegur harmleikur og allir, þar á meðal ég, eru leiðir og reiðir út af þessu. Ég sendi jákvæðar hugsanir til fórnarlambanna og fjölskyldna þeirra.“

Þá segist Jason hafa séð af sér.

„P.S. Enginn er að neyða mig til að skrifa þessi tíst - ég skil einfaldlega að athugasemdir mínar hafa virkað ónærgætnar og illa tímasettar.“


Tengdar fréttir

Loka lofthelgi austur Úkraínu

Evrópska flugumferðarstofnunin Eurocontrol segir að yfirvöld í Kænugarði hafi lokað lofthelginni yfir austurhluta landsins.

Enn fjölgar í hópi látinna Hollendinga

189 Hollendingar hið minnsta létust þegar MH17 var skotin niður í Úkraínu í gær. Enn á eftir að ákvarða þjóðerna fjögurra farþega.

Leggja niður vopn í tvo til fjóra daga

Einn leiðtoga aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu hefur heitið því að þeir muni leggja niður vopn í tvo til fjóra daga vegna árásarinnar á MH17 í gær.

Pútín og Merkel hvetja til vopnahlés í Úkraínu

Vladimír Pútín Rússlandsforseti hvetur nú bæði úkraínska stjórnarherinn og aðskilnaðarsinna í austurhluta Úkraínu til að leggja niður vopn og hefja friðarviðræður sem fyrst.

Þjóðarsorg í Hollandi

Hollendingar eru í áfalli vegna dauða 173 Hollendinga sem fórust þegar MH17 var skotin niður í austurhluta Úkraínu í gær.

Deilan hættuleg heimsfriði

Eiríkur Bergmann segir Pútín að einhverju leyti bera ábyrgð á þeirri hernaðaraðgerð að skjóta niður MH17.

Farþegaþota með 295 farþegum innanborðs hrapar í Úkraínu

Boeing-vél malasíska flugfélagsins Malaysian Airlines á leið frá Amsterdam til Kuala Lumpur var skotin niður á landamærum Úkraínu og Rússlands, samkvæmt heimildum Interfax. 295 farþegar voru um borð og eru allir taldir af.

Clinton sendir Rússum tóninn

Hillary Rodham Clinton sagir að leiðtogar Evrópu ættu að auka þrýsting á Vladimír Pútín, forseta Rússlands, komi í ljós að Rússar hafi komið að því að MH 17 hafi verið skotin niður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.