Af góðum árum, vondum árum og meðaltölum í laxveiði Karl Lúðvíksson skrifar 18. júlí 2014 11:17 Mynd: KL Umræðan um hrun í veiðinni í sumar er að taka á sig ýmsar skrítnar myndir og mönnum ber engan veginn saman um hvernig á að túlka nýjustu veiðitölur. Nokkrar staðreyndir liggja á borðinu, þar á meðal að Blanda er að skila góðri veiði og háu hlutfalli af tveggja ára laxi. Sá smálax sem hefur komið í ánna er sömuleiðis í lagi og lítið eða ekkert ber á örlaxi. Árnar fyrir norðan eru heilt yfir, þó ekki allar, á svipuðum stað og þær hafa verið á meðalárum á sama tíma en taka verður tillit til afleitra skilyrða í veiðinni í sumar þar sem allar árnar hafa meira og minna verið vatnsmiklar og veður hefur þar að auki barið hressilega á veiðimönnum. Það fer ekkert á milli mála að smálaxagöngur eru litlar og það eru nokkrar ár sem finna vel fyrir því sbr. flestar árnar í Borgarfirði en samt er veiðin t.d. í Þverá að skila því sem mætti við búast á meðalári. Fordæmin fyrir síðbúnum göngum eru til staðar en það bendir samt margt til þess að þetta ár verði undir meðallagi víða en það hefur þó oft verið verra og árnar samt komið til baka sumri seinna hver sem skýringin á því kann að vera. Mönnum er einnig mikið í mun að bera saman 2014 og 2013 en það er ekki sanngjarnt að taka metár og segja "svona á þetta að vera alltaf" þannig að til að hafa einhvern samanburð þarf að skoða tölur lengra aftur og taka meðaltal. Ég tók saman sex þekktar veiðiár og skoðaði hver meðalveiði síðustu 10 ára hefur verið og hver hæstu og lægstu gildi veiði hafa verið. Ég skoðaði fleiri ár og það var yfirleitt meira samræmi í hæstu gildum heldur en lægstu sem þýðir að árnar eiga yfirleitt góð ár saman en deila ekki vondum árum. Af hverju? 10 ára meðaltal ánna er sem segir: Norðurá er með 2407 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2013 með 3351 lax en minnstu veiði 2012 uppá 953 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 470 laxar Miðfjarðará er með 2413 laxa meðaltal með bestu veiði 2010 með 4043 laxa en minnstu veiði 2003 uppá 572 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 328 laxar Laxá í Aðaldal er með 1084 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2010 með 1493 laxa en minnstu veiði 2013 uppá 428 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 208 laxar Grimsá er með 1464 laxa meðaltal með bestu veiði 2008 með 2225 laxa en minnstu veiði 2012 uppá 481 lax. Veiðin til dags 2014 samtals 131 lax. Elliðaár er með 1055 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2008 með 1457 lax en minnstu veiði 2003 uppá 472 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 200 laxar Svalbarðsá er með 306 laxa meðaltal með bestu veiði 2011 með 562 laxa en minnstu veiði 2004 uppá 231 lax. Veiðin til dags 2014 samtals 100 laxar Athugið að það er mismikill stangarfjöldi á bak við þessar tölur svo fjöldi laxa á stöng á dag er mismikill. Júlí er rétt hálfnaður og það er nóg eftir. Sagan hefur sýnt að seinni hluti tímabilsins skilar oft nokkru en hversu mikið það verður á svo eftir að koma í ljós. Að þeim forsendum gefnum að veiðin haldist þokkalega jöfn út tímabilið eru árnar sem eru að eiga "léleg ár" líklega 10-15% undir meðalári, sumar meira og sumar minna. Staðan virðist vera verst á Vesturlandi en mun betri fyrir norðan. Árnar sem eru bornar uppi af gönguseiðum eins og Ytri og Eystri Rangá eru að sama skapi misjafnar. Veiðin í Eystri er sambærileg og á góðu ári og meðalþyngdin þar á bæ er mjög góð. Smálaxagöngur hafa yfirleitt komið seint í þær báðar svo þær gæti átt nóg inni. Dæmi eru um göngur í þær fram í nóvember svo það ætti engin að dæma veiðitölur úr þeim of fljótt. En hvað er þetta þá? Gott sumar eða slæmt sumar? Þetta er misjafnt sumar, það er líklega eina lýsingin. Vissulega erfitt víða, það er engin að gera lítið úr því en að kalla þetta ár "Algjört Hrun", "Annus salmon horriblis" eða "Versta ár EVER" gætu verið full sterkt til orða tekið. Klárum þetta tímabil, sjáum hvernig árnar enda og teljum síðan upp úr kössunum. Nú ef árið verður slæmt þá ætla ég bara að bóka fullt fyrir 2015 því ég vona að það verði eins og 2013 sælla minninga. Stangveiði Mest lesið Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Hróður Frigga fer víða Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði
Umræðan um hrun í veiðinni í sumar er að taka á sig ýmsar skrítnar myndir og mönnum ber engan veginn saman um hvernig á að túlka nýjustu veiðitölur. Nokkrar staðreyndir liggja á borðinu, þar á meðal að Blanda er að skila góðri veiði og háu hlutfalli af tveggja ára laxi. Sá smálax sem hefur komið í ánna er sömuleiðis í lagi og lítið eða ekkert ber á örlaxi. Árnar fyrir norðan eru heilt yfir, þó ekki allar, á svipuðum stað og þær hafa verið á meðalárum á sama tíma en taka verður tillit til afleitra skilyrða í veiðinni í sumar þar sem allar árnar hafa meira og minna verið vatnsmiklar og veður hefur þar að auki barið hressilega á veiðimönnum. Það fer ekkert á milli mála að smálaxagöngur eru litlar og það eru nokkrar ár sem finna vel fyrir því sbr. flestar árnar í Borgarfirði en samt er veiðin t.d. í Þverá að skila því sem mætti við búast á meðalári. Fordæmin fyrir síðbúnum göngum eru til staðar en það bendir samt margt til þess að þetta ár verði undir meðallagi víða en það hefur þó oft verið verra og árnar samt komið til baka sumri seinna hver sem skýringin á því kann að vera. Mönnum er einnig mikið í mun að bera saman 2014 og 2013 en það er ekki sanngjarnt að taka metár og segja "svona á þetta að vera alltaf" þannig að til að hafa einhvern samanburð þarf að skoða tölur lengra aftur og taka meðaltal. Ég tók saman sex þekktar veiðiár og skoðaði hver meðalveiði síðustu 10 ára hefur verið og hver hæstu og lægstu gildi veiði hafa verið. Ég skoðaði fleiri ár og það var yfirleitt meira samræmi í hæstu gildum heldur en lægstu sem þýðir að árnar eiga yfirleitt góð ár saman en deila ekki vondum árum. Af hverju? 10 ára meðaltal ánna er sem segir: Norðurá er með 2407 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2013 með 3351 lax en minnstu veiði 2012 uppá 953 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 470 laxar Miðfjarðará er með 2413 laxa meðaltal með bestu veiði 2010 með 4043 laxa en minnstu veiði 2003 uppá 572 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 328 laxar Laxá í Aðaldal er með 1084 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2010 með 1493 laxa en minnstu veiði 2013 uppá 428 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 208 laxar Grimsá er með 1464 laxa meðaltal með bestu veiði 2008 með 2225 laxa en minnstu veiði 2012 uppá 481 lax. Veiðin til dags 2014 samtals 131 lax. Elliðaár er með 1055 laxa meðaltal með bestu veiði árið 2008 með 1457 lax en minnstu veiði 2003 uppá 472 laxa. Veiðin til dags 2014 samtals 200 laxar Svalbarðsá er með 306 laxa meðaltal með bestu veiði 2011 með 562 laxa en minnstu veiði 2004 uppá 231 lax. Veiðin til dags 2014 samtals 100 laxar Athugið að það er mismikill stangarfjöldi á bak við þessar tölur svo fjöldi laxa á stöng á dag er mismikill. Júlí er rétt hálfnaður og það er nóg eftir. Sagan hefur sýnt að seinni hluti tímabilsins skilar oft nokkru en hversu mikið það verður á svo eftir að koma í ljós. Að þeim forsendum gefnum að veiðin haldist þokkalega jöfn út tímabilið eru árnar sem eru að eiga "léleg ár" líklega 10-15% undir meðalári, sumar meira og sumar minna. Staðan virðist vera verst á Vesturlandi en mun betri fyrir norðan. Árnar sem eru bornar uppi af gönguseiðum eins og Ytri og Eystri Rangá eru að sama skapi misjafnar. Veiðin í Eystri er sambærileg og á góðu ári og meðalþyngdin þar á bæ er mjög góð. Smálaxagöngur hafa yfirleitt komið seint í þær báðar svo þær gæti átt nóg inni. Dæmi eru um göngur í þær fram í nóvember svo það ætti engin að dæma veiðitölur úr þeim of fljótt. En hvað er þetta þá? Gott sumar eða slæmt sumar? Þetta er misjafnt sumar, það er líklega eina lýsingin. Vissulega erfitt víða, það er engin að gera lítið úr því en að kalla þetta ár "Algjört Hrun", "Annus salmon horriblis" eða "Versta ár EVER" gætu verið full sterkt til orða tekið. Klárum þetta tímabil, sjáum hvernig árnar enda og teljum síðan upp úr kössunum. Nú ef árið verður slæmt þá ætla ég bara að bóka fullt fyrir 2015 því ég vona að það verði eins og 2013 sælla minninga.
Stangveiði Mest lesið Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði Laxar farnir að sýna sig í ánum Veiði Simms-dagar í Veiðihorninu og Veiðivon Veiði Hróður Frigga fer víða Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Góðar göngur í Varmá Veiði Formaður úti í kuldanum: Ófétið hafnaði mér! Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði