Betri heilsa með jákvæðni að vopni Ragnheiður Guðmundsdóttir skrifar 18. júlí 2014 09:00 Vísir/Getty Jákvæðni hefur ótrúleg áhrif á líf fólks og eru margar rannsóknir sem styðja það. Talið er að jákvæðið fólk lifi lengur, verði síður veikt, sé líklegra til þess að batna fyrr af veikindum og lífsgæði þeirra séu almennt meiri. Það getur því verið gott að taka sig í gegn reglulega og minna sig á að vera jákvæður, það getur allavega ekki sakað að reyna. Hér koma sjö ráð til þess að verða jákvæðari manneskja. 1. Talaðu fallega til þín.Vendu þig á að tala fallega við þig, sama hvort það sé í hljóði eða upphátt. Talaðu við þig eins og þú myndir tala við einhvern í lífi þínu sem þér þykir virkilega vænt um og finnst stórkostleg persóna. Það getur tekið tíma að breyta hugsanamynstrinu og ekki brjóta þig niður ef þú dettur í gamlan vana, hrósaðu þér heldur fyrir það að hafa tekið eftir því og minntu þig svo á eitthvað annað fallegt og gott í eigin fari. 2. Hættu að brjóta þig niður og efast um eigin getu.Sumir eru í stanslaust að tala sig niður í huganum og við aðra. Ekki falla í þá gryfju að vera búin að ákveða að þú getir ekki eitthvað áður en að því kemur að láta á það reyna. Taktu áhættu og ef þér misstekst þá er það líka allt í lagi. Reyndu að sjá það jákvæða í eigin fari fremur en það neikvæða. 3. Hugsaðu þig á toppinn.Fólk sem nýtur mikillar velgengi í lífinu er oftar en ekki með jákvætt hugarfar gagnvart sinni framtíð, fjárhag og heilsu. Ef að þér mistekst er það undir þér komið hvort þú vilt læra af reynslunni, vaxa sem manneskja og reyna aftur eða hvort þú vilt vera fórnarlamb í lífinu. Þú skapar þína eigin hamingju og velgengni. 4. Gerðu meiri kröfur til lífsins.Ef þú gerir ekki ráð fyrir því að eitthvað skemmtilegt og gott muni gerast í þínu lífi þá er hætta á að þú takir ekki einu sinni eftir því þegar það gerist. Breyttu hugarfarinu og ákveddu að lífið verði gott. Hluti af því er að trúa því að þínir bestu dagar eigi enn eftir að koma en séu ekki að baki. 5. Segðu "já" eins oft og þú getur.Stórkostlegir hlutir gætu farið að gerast ef þú segðir oftar "já" við lífinu. Þú gætir farið að njóta lífsins meira og fengið meiri ástríðu fyrir því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú tekur fleiri áhættur þegar þú segir "já" og færð í staðinn meiri andlegan þroska. Leyfðu þér að lifa lífinu til fullnustu og njóttu ferðalagsins. 6. Taktu lítil skref á hverjum degi.Velgengi gerist ekki á einum degi. Horfðu í kringum þig á það fólk sem þér finnst njóta velgengni og spáðu í því hvað það þurfti að gera til þess að komast þangað. Ekki flækja lífið meira en nauðsyn er á og taktu lítil skref á hverjum degi í átt að þeim stað sem þú vilt vera á í lífinu. Aldrei gefast upp, þú kemst ansi langt með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni. 7. Leyfðu þér að dreyma stóra drauma.Margir eru leitandi og vilja eitthvað meira út úr lífinu, finndu út hvað það er sem þú vilt. Leyfðu þér að dreyma eins stórt og þú mögulega getur og ekki skammast þín fyrir það. Það er aldrei að vita hvort það rætist ekki ef þú hugsar jákvætt og tekur fyrstu skrefin í átt að því sem þú virkilega vilt. Heilsa Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Jákvæðni hefur ótrúleg áhrif á líf fólks og eru margar rannsóknir sem styðja það. Talið er að jákvæðið fólk lifi lengur, verði síður veikt, sé líklegra til þess að batna fyrr af veikindum og lífsgæði þeirra séu almennt meiri. Það getur því verið gott að taka sig í gegn reglulega og minna sig á að vera jákvæður, það getur allavega ekki sakað að reyna. Hér koma sjö ráð til þess að verða jákvæðari manneskja. 1. Talaðu fallega til þín.Vendu þig á að tala fallega við þig, sama hvort það sé í hljóði eða upphátt. Talaðu við þig eins og þú myndir tala við einhvern í lífi þínu sem þér þykir virkilega vænt um og finnst stórkostleg persóna. Það getur tekið tíma að breyta hugsanamynstrinu og ekki brjóta þig niður ef þú dettur í gamlan vana, hrósaðu þér heldur fyrir það að hafa tekið eftir því og minntu þig svo á eitthvað annað fallegt og gott í eigin fari. 2. Hættu að brjóta þig niður og efast um eigin getu.Sumir eru í stanslaust að tala sig niður í huganum og við aðra. Ekki falla í þá gryfju að vera búin að ákveða að þú getir ekki eitthvað áður en að því kemur að láta á það reyna. Taktu áhættu og ef þér misstekst þá er það líka allt í lagi. Reyndu að sjá það jákvæða í eigin fari fremur en það neikvæða. 3. Hugsaðu þig á toppinn.Fólk sem nýtur mikillar velgengi í lífinu er oftar en ekki með jákvætt hugarfar gagnvart sinni framtíð, fjárhag og heilsu. Ef að þér mistekst er það undir þér komið hvort þú vilt læra af reynslunni, vaxa sem manneskja og reyna aftur eða hvort þú vilt vera fórnarlamb í lífinu. Þú skapar þína eigin hamingju og velgengni. 4. Gerðu meiri kröfur til lífsins.Ef þú gerir ekki ráð fyrir því að eitthvað skemmtilegt og gott muni gerast í þínu lífi þá er hætta á að þú takir ekki einu sinni eftir því þegar það gerist. Breyttu hugarfarinu og ákveddu að lífið verði gott. Hluti af því er að trúa því að þínir bestu dagar eigi enn eftir að koma en séu ekki að baki. 5. Segðu "já" eins oft og þú getur.Stórkostlegir hlutir gætu farið að gerast ef þú segðir oftar "já" við lífinu. Þú gætir farið að njóta lífsins meira og fengið meiri ástríðu fyrir því sem þú tekur þér fyrir hendur. Þú tekur fleiri áhættur þegar þú segir "já" og færð í staðinn meiri andlegan þroska. Leyfðu þér að lifa lífinu til fullnustu og njóttu ferðalagsins. 6. Taktu lítil skref á hverjum degi.Velgengi gerist ekki á einum degi. Horfðu í kringum þig á það fólk sem þér finnst njóta velgengni og spáðu í því hvað það þurfti að gera til þess að komast þangað. Ekki flækja lífið meira en nauðsyn er á og taktu lítil skref á hverjum degi í átt að þeim stað sem þú vilt vera á í lífinu. Aldrei gefast upp, þú kemst ansi langt með jákvæðni, áræðni og hugrekki að vopni. 7. Leyfðu þér að dreyma stóra drauma.Margir eru leitandi og vilja eitthvað meira út úr lífinu, finndu út hvað það er sem þú vilt. Leyfðu þér að dreyma eins stórt og þú mögulega getur og ekki skammast þín fyrir það. Það er aldrei að vita hvort það rætist ekki ef þú hugsar jákvætt og tekur fyrstu skrefin í átt að því sem þú virkilega vilt.
Heilsa Mest lesið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira