Fleiri lokatölur úr laxveiðiánum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2014 17:51 Fleiri laxveiðiár hafa lokið veiði á þessu tímabili en nokkrar eiga ennþá örfáa daga eftir en Rangárnar loka ekki fyrr en í lok október. Þær ár sem hafa lokið veiði og hafa skilað inn lokatölum eru eftirfarandi og við settum inn lokatölur í ár og síðan lokatölur í fyrra innan sviga fyrir aftan svo munurinn á milli ára sjáist en árnar eru Þverá/Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar (3373), Laxá á Ásum 1006 laxar (1062), Norðurá 924 laxar (3351), Haffjarðará 821 lax (2158), Víðidalsá 692 laxar (909), Svalbarðsá 403 laxar (306), Flókadalsá 343 laxar (937), Straumfjarðará 316 laxar (785) og Búðardalsá en þar veiddust 247 laxar (435). Það er alveg ljóst á veiðitölunum að sumar árnar á vesturlandi eins og Langá, Laxá í Kjós, Grímsá, Norðurá, Álftá, Elliðaárnar, Hítará, Laxá í Leirársveit, Leirvogsá, Laxá í Dölum, Haukadalsá og Andakílsá áttu í sumar sín allra verstu eða með þeim allra verstu veiðisumrum frá 1975. Árnar í öðrum landshlutum sem áttu erfitt ár eru ekki að upplifa jafn mikin samdrátt í veiði og árnar á vesturlandi án þess að nokkur skýring á því liggji fyrir. Eftir samdrátt í veiðinni 2012 var salan á veiðileyfum mjög þung fyrir sumarið 2013 sem þó reyndist vera eitt besta veiðisumar á landinu frá upphafi. Þar sem samdrátturinn í veiðinni núna var ennþá meiri en 2012 hljóta leigutakar ánna að ræða við landeigendur til að taka saman á þeim skell í veiðileyfasölu sem margir gera ráð fyrir að verði fyrir næsta veiðisumar. Það er alveg ljóst að þegar slíkur samdráttur verður í veiðinni er erfitt fyrir leigutaka ánna að bera einir þungann af sölusamdrætti sem gæti fylgt í kjölfarið og ljóst að verðhækkanir sem yfirleitt eru vísitölutengdar í samningum koma ekki til með liðka fyrir veiðileyfasölu. Veiðimenn og aðrir í veiðibransanum hljóta þó að horfa með bjartsýnisaugum fram á við og vona að næsta sumar verði betra. Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði
Fleiri laxveiðiár hafa lokið veiði á þessu tímabili en nokkrar eiga ennþá örfáa daga eftir en Rangárnar loka ekki fyrr en í lok október. Þær ár sem hafa lokið veiði og hafa skilað inn lokatölum eru eftirfarandi og við settum inn lokatölur í ár og síðan lokatölur í fyrra innan sviga fyrir aftan svo munurinn á milli ára sjáist en árnar eru Þverá/Kjarrá en þar veiddust 1195 laxar (3373), Laxá á Ásum 1006 laxar (1062), Norðurá 924 laxar (3351), Haffjarðará 821 lax (2158), Víðidalsá 692 laxar (909), Svalbarðsá 403 laxar (306), Flókadalsá 343 laxar (937), Straumfjarðará 316 laxar (785) og Búðardalsá en þar veiddust 247 laxar (435). Það er alveg ljóst á veiðitölunum að sumar árnar á vesturlandi eins og Langá, Laxá í Kjós, Grímsá, Norðurá, Álftá, Elliðaárnar, Hítará, Laxá í Leirársveit, Leirvogsá, Laxá í Dölum, Haukadalsá og Andakílsá áttu í sumar sín allra verstu eða með þeim allra verstu veiðisumrum frá 1975. Árnar í öðrum landshlutum sem áttu erfitt ár eru ekki að upplifa jafn mikin samdrátt í veiði og árnar á vesturlandi án þess að nokkur skýring á því liggji fyrir. Eftir samdrátt í veiðinni 2012 var salan á veiðileyfum mjög þung fyrir sumarið 2013 sem þó reyndist vera eitt besta veiðisumar á landinu frá upphafi. Þar sem samdrátturinn í veiðinni núna var ennþá meiri en 2012 hljóta leigutakar ánna að ræða við landeigendur til að taka saman á þeim skell í veiðileyfasölu sem margir gera ráð fyrir að verði fyrir næsta veiðisumar. Það er alveg ljóst að þegar slíkur samdráttur verður í veiðinni er erfitt fyrir leigutaka ánna að bera einir þungann af sölusamdrætti sem gæti fylgt í kjölfarið og ljóst að verðhækkanir sem yfirleitt eru vísitölutengdar í samningum koma ekki til með liðka fyrir veiðileyfasölu. Veiðimenn og aðrir í veiðibransanum hljóta þó að horfa með bjartsýnisaugum fram á við og vona að næsta sumar verði betra.
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Ágæt byrjun lofar góðu í laxveiðiánum Veiði Mest sótt um Elliðaárnar Veiði