Veigar Páll: Kemur mér ekkert á óvart að hann kaupi Aron Elís Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. september 2014 11:30 Vísir/Samsett mynd Víkingar staðfestu sölu á miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni til norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis borgar það í heildina 30 milljónir króna fyrir Víkinginn. Þjálfari Álasunds er Svíinn Jan Anders Jönsson sem áður hefur þjálfað Landskrona í heimalandinu og Stabæk og stórlið Rosenborg í Noregi. Hann var þjálfari Stabæk á árunum 2005-2010, en á þeim tíma kom hann liðinu upp úr B-deildinni og gerði það að norskum meisturum árið 2008. Stabæk hafnaði í einum af þremur efstu sætum deildarinnar 2007-2009 undir hans stjórn. Aðalmennirnir í liðinu var sóknarparið DanielNannskog og Veigar Páll Gunnarsson sem blómstraði undir stjórn Jönsson. Veigar Páll er talinn einn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur í Noregi, og segist hann eiga Jönsson mikið að þakka.Jan Jönsson gerði Veigari gott.vísir/gettySpilar rosalegan flottan fótbolta „Hann gerði heilmikið fyrir mig. Ég átti mjög erfitt til að byrja með þegar ég fór til Stabæk 2004 (áður en Jönsson tók við). Ég var meiddur og gekk hrikalega illa. Ég var jafnvel að spá í að hætta í atvinnumennsku strax eftir fyrsta tímabilið því ég var svo langt niðri,“ segir Veigar, en svo kom Janne, eins og hann kallar Jönsson. „Janne sá mig á æfingum og í leikjum eftir tímabilið og lætur mig strax vita að ég er týpan sem hann var að leita að. Ég gaf þessu því annað tækifæri og undir hans stjórn gekk allt alveg hrikalega vel. Mér leið vel undir hans stjórn.“ „Hann hentaði mér rosalega vel sem þjálfari og hann er ástæðan fyrir því að ég hélt áfram og ég sé ekki eftir því. Hann er þannig týpa að manni líður vel í kringum hann og það er auðvelt að tala við hann. Janne leggur mikið upp úr því að byggja upp sjálfstraust hjá mönnum og hvetur þá hrikalega mikið.“ Stabæk-liðið var eitt það alskemmtilegasta í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn Jönsson og léku Nannskog og Veigar Páll sér oft að varnarmönnum andstæðinganna. Svíinn vill spila skemmtilegan fótbolta, segir Veigar. „Hann er með ákveðna aðferð sem ég mun koma til með að notfæra mér ef ég verð einhverntíma þjálfari. Hún er rosalega flott, en vissulega örlítið brothætt. Ef hún virkar má búast samt við rosalega skemmtilegum fótbolta. Engu að síður vorum við traustir varnarlega. Hann er bara virkilega klókur þjálfari.“Aron Elís Þrándarson spilar í Noregi næsta sumar.vísir/andri marinóVera áfram auðmjúkur Aron Elís, líkt og Veigar Páll sumarið 2003 þegar hann sló svo rækilega í gegn, hefur verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar og þá spila þeir sömu stöðu. Kaup Álasunds á Víkingnum koma Veigari því ekkert á óvart. „Þetta kemur alls ekkert á óvart. Jönsson lítur á þessa stöðu sem Aron Elís spilar og ég gerði þegar ég var upp á mitt besta sem þá mikilvægustu í sóknarleiknum. Hann vill fá sérstakar týpur til að spila hana og kaupir ekki bara hvern sem er þó hann sé eitthvað nafn og hafi staðið sig vel hér eða þar. Aron er búinn að vera alveg magnaður á þessu tímabili þannig þetta kemur mér ekkert á óvart. Hann er þessi týpa sem spilar í holunni sem þjálfarinn vill hafa í sínu liði,“ segir hann. Þó Veigar Páll hafi verið stórstjarna á Íslandi og síðar í Noregi þá hljóp hann á vegg á sínu fyrsta tímabili eins og hann viðurkennir sjálfur. Hvað er það sem Aron Elís þarf að hafa í huga þegar hann fer út? „Aðalatriðið er að hann má ekki ofmeta norska knattspyrnu. Fyrst hann er að standa sig svona vel hérna þá veit ég að hann mun standa sig úti ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann verður bara að vera áfram auðmjúkur og þolinmóður,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Veigar Páll Gunnarsson í leik með Stabæk.vísir/AFP Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45 Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11 Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Víkingar staðfestu sölu á miðjumanninum Aroni Elís Þrándarsyni til norska úrvalsdeildarliðsins Álasunds í morgun, en samkvæmt heimildum Vísis borgar það í heildina 30 milljónir króna fyrir Víkinginn. Þjálfari Álasunds er Svíinn Jan Anders Jönsson sem áður hefur þjálfað Landskrona í heimalandinu og Stabæk og stórlið Rosenborg í Noregi. Hann var þjálfari Stabæk á árunum 2005-2010, en á þeim tíma kom hann liðinu upp úr B-deildinni og gerði það að norskum meisturum árið 2008. Stabæk hafnaði í einum af þremur efstu sætum deildarinnar 2007-2009 undir hans stjórn. Aðalmennirnir í liðinu var sóknarparið DanielNannskog og Veigar Páll Gunnarsson sem blómstraði undir stjórn Jönsson. Veigar Páll er talinn einn besti erlendi leikmaðurinn sem spilað hefur í Noregi, og segist hann eiga Jönsson mikið að þakka.Jan Jönsson gerði Veigari gott.vísir/gettySpilar rosalegan flottan fótbolta „Hann gerði heilmikið fyrir mig. Ég átti mjög erfitt til að byrja með þegar ég fór til Stabæk 2004 (áður en Jönsson tók við). Ég var meiddur og gekk hrikalega illa. Ég var jafnvel að spá í að hætta í atvinnumennsku strax eftir fyrsta tímabilið því ég var svo langt niðri,“ segir Veigar, en svo kom Janne, eins og hann kallar Jönsson. „Janne sá mig á æfingum og í leikjum eftir tímabilið og lætur mig strax vita að ég er týpan sem hann var að leita að. Ég gaf þessu því annað tækifæri og undir hans stjórn gekk allt alveg hrikalega vel. Mér leið vel undir hans stjórn.“ „Hann hentaði mér rosalega vel sem þjálfari og hann er ástæðan fyrir því að ég hélt áfram og ég sé ekki eftir því. Hann er þannig týpa að manni líður vel í kringum hann og það er auðvelt að tala við hann. Janne leggur mikið upp úr því að byggja upp sjálfstraust hjá mönnum og hvetur þá hrikalega mikið.“ Stabæk-liðið var eitt það alskemmtilegasta í norsku úrvalsdeildinni undir stjórn Jönsson og léku Nannskog og Veigar Páll sér oft að varnarmönnum andstæðinganna. Svíinn vill spila skemmtilegan fótbolta, segir Veigar. „Hann er með ákveðna aðferð sem ég mun koma til með að notfæra mér ef ég verð einhverntíma þjálfari. Hún er rosalega flott, en vissulega örlítið brothætt. Ef hún virkar má búast samt við rosalega skemmtilegum fótbolta. Engu að síður vorum við traustir varnarlega. Hann er bara virkilega klókur þjálfari.“Aron Elís Þrándarson spilar í Noregi næsta sumar.vísir/andri marinóVera áfram auðmjúkur Aron Elís, líkt og Veigar Páll sumarið 2003 þegar hann sló svo rækilega í gegn, hefur verið einn af bestu leikmönnum deildarinnar og þá spila þeir sömu stöðu. Kaup Álasunds á Víkingnum koma Veigari því ekkert á óvart. „Þetta kemur alls ekkert á óvart. Jönsson lítur á þessa stöðu sem Aron Elís spilar og ég gerði þegar ég var upp á mitt besta sem þá mikilvægustu í sóknarleiknum. Hann vill fá sérstakar týpur til að spila hana og kaupir ekki bara hvern sem er þó hann sé eitthvað nafn og hafi staðið sig vel hér eða þar. Aron er búinn að vera alveg magnaður á þessu tímabili þannig þetta kemur mér ekkert á óvart. Hann er þessi týpa sem spilar í holunni sem þjálfarinn vill hafa í sínu liði,“ segir hann. Þó Veigar Páll hafi verið stórstjarna á Íslandi og síðar í Noregi þá hljóp hann á vegg á sínu fyrsta tímabili eins og hann viðurkennir sjálfur. Hvað er það sem Aron Elís þarf að hafa í huga þegar hann fer út? „Aðalatriðið er að hann má ekki ofmeta norska knattspyrnu. Fyrst hann er að standa sig svona vel hérna þá veit ég að hann mun standa sig úti ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann verður bara að vera áfram auðmjúkur og þolinmóður,“ segir Veigar Páll Gunnarsson.Veigar Páll Gunnarsson í leik með Stabæk.vísir/AFP
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45 Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11 Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt Fótbolti Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Álasund borgar Víkingum 30 milljónir fyrir Aron Elís Víkingar náðu samkomulagi við Álasund í morgun um sölu á Aroni Elís Þrándarsyni. 24. september 2014 13:45
Víkingur staðfestir sölu Arons Elísar Klárar þó tímabilið með Víkingum í Pepsi-deild karla. 25. september 2014 10:11
Aalesund gengur frá kaupum á Aroni Elís fyrir vikulok Víkingurinn efnilegi á leið í atvinnumennsku í Noregi. 24. september 2014 09:00