Þakti Bensinn með milljón Swarovski kristöllum Finnur Thorlacius skrifar 25. september 2014 09:50 Hin rússneska Daria Radionova fannst Mercedes Benz CLS 350 bíll sinn ekki standa nóg vel út úr fjöldanum þó svo hann bæri skráningarnúmerið „BAII BYY“. Hún brá þá á það ráð að þekja hann ógrynni Swarovski kristalla og nú er hún alveg viss að fólk taki eftir henni. Þessi aðgerð, að festa eina milljón kristalla á bíl sinn kostaði skildinginn, 33.000 dollara, eða 4 milljónir króna. En hvað gerir maður ekki til að vekja örlítið á sér athygli, að minnsta kosti í Rússlandi. Frú Radianova þykir þó allur varinn góður og því geymir hún vænan sekk af auka kristöllum í bílnum ef ske kynni að einhverjir þeirra detti af bílnum á slæmum vegunum heima fyrir. Það tók heilt lið sérfræðinga tvo mánuði að festa kristallana á bíl hennar og unnu þeir þó 12 tíma á dag. Hún réttlætti þessa gjörð sína með því að lofa því að þegar hún selur bílinn muni söluandvirðið renna til góðgerðarmála. Hún hefur líka lýst áhyggjum sínum af því að einhver gæti lent í slysi við að horfa um of á bíl hennar. Mestu áhyggjur hennar snúa líklega ekki að fjárskorti. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent
Hin rússneska Daria Radionova fannst Mercedes Benz CLS 350 bíll sinn ekki standa nóg vel út úr fjöldanum þó svo hann bæri skráningarnúmerið „BAII BYY“. Hún brá þá á það ráð að þekja hann ógrynni Swarovski kristalla og nú er hún alveg viss að fólk taki eftir henni. Þessi aðgerð, að festa eina milljón kristalla á bíl sinn kostaði skildinginn, 33.000 dollara, eða 4 milljónir króna. En hvað gerir maður ekki til að vekja örlítið á sér athygli, að minnsta kosti í Rússlandi. Frú Radianova þykir þó allur varinn góður og því geymir hún vænan sekk af auka kristöllum í bílnum ef ske kynni að einhverjir þeirra detti af bílnum á slæmum vegunum heima fyrir. Það tók heilt lið sérfræðinga tvo mánuði að festa kristallana á bíl hennar og unnu þeir þó 12 tíma á dag. Hún réttlætti þessa gjörð sína með því að lofa því að þegar hún selur bílinn muni söluandvirðið renna til góðgerðarmála. Hún hefur líka lýst áhyggjum sínum af því að einhver gæti lent í slysi við að horfa um of á bíl hennar. Mestu áhyggjur hennar snúa líklega ekki að fjárskorti.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent