Umfjöllun og viðtöl: Akureyri - Stjarnan 31-27 | Akureyri sneri dæminu sér í vil Ólafur Haukur Tómasson á Akureyri skrifar 25. september 2014 09:02 Vísir/Stefán Akureyri vann sinn annan leik í vetur með því að leggja Stjörnuna með fjögurra marka mun þrátt fyrir að vera komnir með fimm marka forystu þegar vel var liðið á seinni hálfleikinn. Gestirnir sýndu flotta takta í leiknum en karakterinn og reynslan í Akureyrarliðinu sigldi þessu í hús fyrir heimamenn. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu á slaka vörn Akureyringa í fyrri hálfleik. Þeim tókst að byggja upp þægilega forystu strax í upphafi leiks. Egill Magnússon leiddi vagninn og var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunar á fyrstu mínútunum. Akureyri reyndi að komast aftur inn í leikinn og virtist ætla að takast það en þá gáfu Stjörnumenn aftur í og leiddu í hálfleik með fjögurra marka mun. Í upphafi seinni hálfleiks virtist ekki ætla að verða mikil breyting í leiknum. Stjörnumenn juku forystuna í fimm mörk og virtust alltaf hafa yfirhöndina. Allt í einu virtist allt smella hjá Akureyri, þeir unnu niður forystu Stjörnumanna og innbyrðu fjögurra marka sigur þar sem Sigþór Heimisson og Heiðar Þór Aðalsteinsson báru uppi sóknarleikinn og Tomas Olason fór á kostum í markinu og varði tuttugu skot í leiknum. Liðin léku bæði góðan handbolta á köflum og heilt yfir geta þau verið sátt við sína frammistöðu en Stjörnumenn vafalaust svekktir að missa leikinn svona frá sér.Sverre Jakobsson: Vonum að fólk kunni að meta þetta „Sóknin var á pari í fyrri hálfleik þó við vildum hafa nýtt færin betur. Vörnin var aftur á móti skelfileg og við getum ekkert falið okkur á bakvið það. Sóknin verður svo yfir pari í seinni hálfleik, vörnin smellur og þá var ekki að sökum að spyrja," sagði Sverre Jakobsson leikmaður Akureyrar aðspurður hvað small hjá liði hans eftir fremur dapran leik vel fram í seinni hálfleik. Mikil stemming var á pöllunum í Höllinni og mikill karakter var í liði Akureyrar. Sverre telur að áhorfendur geti haft mikil áhrif á liðið í vetur og vill að liðið sendi rétt skilaboð til þeirra sem á leikinn komu í kvöld. „Við vorum búnir að ákveða að hafa stemmingu og við viljum að áhorfendur sjái að það sé sterkur karakter í þessum hóp. Eins og við sjáum í stöðu eins og hún var í dag að við gefumst ekki upp og erum með fýlusvip. „Við munum mæta með blóðbragð og reyna að ná í þessa punkta, það tekst líklega ekki alltaf en við munum alltaf reyna og það eru skilaboðin sem við vildum senda. Það tókst í dag með hjálp áhorfenda og það er frábært, við vonum að fólk skynji og kunni að meta það," sagði Sverre. „Hægt og rólega erum við að bæta okkar lið. Við erum að slípa okkur saman, menn eiga eftir að koma inn, við höfum okkar markmið og þetta verður dúndur flottur hópur. Það þarf bara að gefa okkur séns, hvetja okkur og þetta verður ein stór heild," bætti Sverre við.Sigþór Heimisson: Fólk á að vilja koma í Höllina! Stjörnumenn voru mest allan leikinn með þægilega forystu gegn Akureyri, Sigþór Heimisson leikmaður Akureyrar sagði að hans menn hafi ákveðið að það gengi ekki upp að bjóða upp á svona spilamennsku á heimavelli. „Það var einfaldlega ákveðið inni í klefa að þetta yrði ekki það sem við ætluðum að bjóða upp á hérna heima. Fólkið á að vilja koma aftur í Höllina og þetta er það sem við ætlum að bjóða upp á hérna," sagði Sigþór Heimisson, leikmaður Akureyrar sem fór hamförum í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir heimamenn og var lykilmaður í sigri sinna manna. Sigþór fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk ásamt því að leggja upp fullt af færum og mörkum fyrir sína menn. Hann telur að það skipti ekki miklu máli hver skori svo lengi sem liðið vinnur vel. „Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin. Það er liðið sem vinnur leiki en ekki einstaklingurinn eins og við sýndum í seinni hálfleik þá er það liðið sem mætir saman og vinnur þetta. Í fyrri hálfleik var þetta aðeins meira einstaklingsframtök og slitótt vörn en í seinni þá smellur vörnin saman, Tomas tekur mikilvæga bolta og menn taka af skarið í sókninni," „Þetta er vígi sem við ætlum að byggja hérna á Akureyri," bætti Sigþór við.Skúli Gunnsteinsson: Spiluðum frábærlega í fjörtíu mínútur Stjarnan virtist vera með leikinn í sínum höndum langt fram eftir leiknum en töpuðu því svo niður. Skúli Gunnsteinsson var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi reynsluleysi þeirra hafa sagt til sín þegar uppi var staðið. „Ég held að ef við horfum mjög hlutlaust á þetta þá er ég með tíu af fjórtán mönnum í leikmannahópnum sem hafa aldrei spilað neitt hlutverk í efstu deild. Ég er með mjög ungt lið og við spiluðum frábærlega í svona fjörtíu mínútur. „Fyrri hálfleikurinn var mjög vel spilaður, við opnuðum þá trekk í trekk samkvæmt plani en síðan í seinni hálfleik hættum við að velja réttu færin og erum ekki að vanda okkur nógu mikið. „Við brotnum hægt og rólega, við höfðum ekki reynslu til að fylgja þessu eftir og nú þurfum við að einbeita okkur að því að lengja þennan kafla. Akureyri er frábært lið og það er engin skömm að tapa fyrir þeim," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunar eftir leikinn. „Við gátum unnið þetta og við sýndum að við höfðum alla burði í það. Við erum drullu svekktir. Okkur gekk illa að klára færi, vörnin lak og markvarslan var meiri þeirra megin svo það er á mörgu að taka en við eigum hrós skilið. „Eins og við spiluðum í fyrri hálfleik þá sýndum við að við getum mætt hverjum sem er, sóknin var flott, vörnin var góð og flott markvarsla," sagði Skúli sem taldi sig geta litið á jákvæðu punktana í leik sinna manna í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
Akureyri vann sinn annan leik í vetur með því að leggja Stjörnuna með fjögurra marka mun þrátt fyrir að vera komnir með fimm marka forystu þegar vel var liðið á seinni hálfleikinn. Gestirnir sýndu flotta takta í leiknum en karakterinn og reynslan í Akureyrarliðinu sigldi þessu í hús fyrir heimamenn. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og keyrðu á slaka vörn Akureyringa í fyrri hálfleik. Þeim tókst að byggja upp þægilega forystu strax í upphafi leiks. Egill Magnússon leiddi vagninn og var allt í öllu í sóknarleik Stjörnunar á fyrstu mínútunum. Akureyri reyndi að komast aftur inn í leikinn og virtist ætla að takast það en þá gáfu Stjörnumenn aftur í og leiddu í hálfleik með fjögurra marka mun. Í upphafi seinni hálfleiks virtist ekki ætla að verða mikil breyting í leiknum. Stjörnumenn juku forystuna í fimm mörk og virtust alltaf hafa yfirhöndina. Allt í einu virtist allt smella hjá Akureyri, þeir unnu niður forystu Stjörnumanna og innbyrðu fjögurra marka sigur þar sem Sigþór Heimisson og Heiðar Þór Aðalsteinsson báru uppi sóknarleikinn og Tomas Olason fór á kostum í markinu og varði tuttugu skot í leiknum. Liðin léku bæði góðan handbolta á köflum og heilt yfir geta þau verið sátt við sína frammistöðu en Stjörnumenn vafalaust svekktir að missa leikinn svona frá sér.Sverre Jakobsson: Vonum að fólk kunni að meta þetta „Sóknin var á pari í fyrri hálfleik þó við vildum hafa nýtt færin betur. Vörnin var aftur á móti skelfileg og við getum ekkert falið okkur á bakvið það. Sóknin verður svo yfir pari í seinni hálfleik, vörnin smellur og þá var ekki að sökum að spyrja," sagði Sverre Jakobsson leikmaður Akureyrar aðspurður hvað small hjá liði hans eftir fremur dapran leik vel fram í seinni hálfleik. Mikil stemming var á pöllunum í Höllinni og mikill karakter var í liði Akureyrar. Sverre telur að áhorfendur geti haft mikil áhrif á liðið í vetur og vill að liðið sendi rétt skilaboð til þeirra sem á leikinn komu í kvöld. „Við vorum búnir að ákveða að hafa stemmingu og við viljum að áhorfendur sjái að það sé sterkur karakter í þessum hóp. Eins og við sjáum í stöðu eins og hún var í dag að við gefumst ekki upp og erum með fýlusvip. „Við munum mæta með blóðbragð og reyna að ná í þessa punkta, það tekst líklega ekki alltaf en við munum alltaf reyna og það eru skilaboðin sem við vildum senda. Það tókst í dag með hjálp áhorfenda og það er frábært, við vonum að fólk skynji og kunni að meta það," sagði Sverre. „Hægt og rólega erum við að bæta okkar lið. Við erum að slípa okkur saman, menn eiga eftir að koma inn, við höfum okkar markmið og þetta verður dúndur flottur hópur. Það þarf bara að gefa okkur séns, hvetja okkur og þetta verður ein stór heild," bætti Sverre við.Sigþór Heimisson: Fólk á að vilja koma í Höllina! Stjörnumenn voru mest allan leikinn með þægilega forystu gegn Akureyri, Sigþór Heimisson leikmaður Akureyrar sagði að hans menn hafi ákveðið að það gengi ekki upp að bjóða upp á svona spilamennsku á heimavelli. „Það var einfaldlega ákveðið inni í klefa að þetta yrði ekki það sem við ætluðum að bjóða upp á hérna heima. Fólkið á að vilja koma aftur í Höllina og þetta er það sem við ætlum að bjóða upp á hérna," sagði Sigþór Heimisson, leikmaður Akureyrar sem fór hamförum í kvöld og skoraði ellefu mörk fyrir heimamenn og var lykilmaður í sigri sinna manna. Sigþór fór á kostum í leiknum og skoraði ellefu mörk ásamt því að leggja upp fullt af færum og mörkum fyrir sína menn. Hann telur að það skipti ekki miklu máli hver skori svo lengi sem liðið vinnur vel. „Það skiptir ekki máli hver skorar mörkin. Það er liðið sem vinnur leiki en ekki einstaklingurinn eins og við sýndum í seinni hálfleik þá er það liðið sem mætir saman og vinnur þetta. Í fyrri hálfleik var þetta aðeins meira einstaklingsframtök og slitótt vörn en í seinni þá smellur vörnin saman, Tomas tekur mikilvæga bolta og menn taka af skarið í sókninni," „Þetta er vígi sem við ætlum að byggja hérna á Akureyri," bætti Sigþór við.Skúli Gunnsteinsson: Spiluðum frábærlega í fjörtíu mínútur Stjarnan virtist vera með leikinn í sínum höndum langt fram eftir leiknum en töpuðu því svo niður. Skúli Gunnsteinsson var ánægður með frammistöðu sinna manna en taldi reynsluleysi þeirra hafa sagt til sín þegar uppi var staðið. „Ég held að ef við horfum mjög hlutlaust á þetta þá er ég með tíu af fjórtán mönnum í leikmannahópnum sem hafa aldrei spilað neitt hlutverk í efstu deild. Ég er með mjög ungt lið og við spiluðum frábærlega í svona fjörtíu mínútur. „Fyrri hálfleikurinn var mjög vel spilaður, við opnuðum þá trekk í trekk samkvæmt plani en síðan í seinni hálfleik hættum við að velja réttu færin og erum ekki að vanda okkur nógu mikið. „Við brotnum hægt og rólega, við höfðum ekki reynslu til að fylgja þessu eftir og nú þurfum við að einbeita okkur að því að lengja þennan kafla. Akureyri er frábært lið og það er engin skömm að tapa fyrir þeim," sagði Skúli Gunnsteinsson, þjálfari Stjörnunar eftir leikinn. „Við gátum unnið þetta og við sýndum að við höfðum alla burði í það. Við erum drullu svekktir. Okkur gekk illa að klára færi, vörnin lak og markvarslan var meiri þeirra megin svo það er á mörgu að taka en við eigum hrós skilið. „Eins og við spiluðum í fyrri hálfleik þá sýndum við að við getum mætt hverjum sem er, sóknin var flott, vörnin var góð og flott markvarsla," sagði Skúli sem taldi sig geta litið á jákvæðu punktana í leik sinna manna í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira