Slash spilar á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 25. september 2014 07:00 Slash hefur verið á tónleikaferðalagi undanfarið og endar Evróputúrinn hér á landi. Vísir/getty „Ég hef fylgst með honum í langan tíma, er mikill aðdáandi hans, það er óhætt að segja að þetta verði rokktónleikar með stóru erri. Þetta er einn mesti töffari rokksins,” segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar mestu rokkgítarhetju sögunnar, Slash í Laugardalshöll. Slash kemur þar fram ásamt hinum frábæra söngvara Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators. Flestir þekkja Slash sem gítarleikara Guns N'Roses og ofurgrúppunnar Velvet Revolver en hann hefur selt yfir hundrað milljón plötur á ferli sínum með hljómsveitum eða sjálfur og er margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Hljómsveitin The Conspirators er í raun sólóverkefni gítarleikarans og hefur hann gefið út tvær plötur með sveitinni. Í síðustu viku kom út nýjaasta plata Slash, World on Fire, en hún hefur fengið glimrandi dóma erlendis. „Platan kom út í síðustu viku á iTunes og er strax komin í 7. sæti yfir plötur sem er mest hlaðið niður á iTunes. Ég held hún sé komin á topp tíu um næstum allan heim,“ bætir Guðbjartur við.Hljómsveitin The Conspirators sem er væntanleg með Slash til landsins.Slash hefur verið á tónleikaferðalagi og endar Evróputúrinn með hljómsveit sinni á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema kallinn dvelji eitthvað hér á landi eftir tónleikana, en ég veit ekkert um það að svo stöddu,“ segir Guðbjartur. Slash er þekktur fyrir frábæra tónleika og hefur komið fram með hinum ýmsu listamönnum á ferlinum en fyrir utan Guns N'Roses, Velvet Revolver og sólóverkefni hefur hann meðal annars unnið með Michael Jackson, Lenny Kravitz og Alice Cooper svo nokkur nöfn séu nefnd. Söngvari sveitarinnar, Myles Kennedy, er talinn vera með betri rokksöngvurum heimsins í dag en hann kemur úr rokkhljómsveitinni Alter Bridge. Hann söng til að mynda með Guns N'Roses þegar sveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2012 en Slash og Kennedy eru miklar mátar. Á tónleikunum hér á landi mun Slash kynna nýju plötuna sína, ásamt því að spila sín þekktustu lög. „Hann hefur verið að taka slatta af Guns N'Roses- og Velvet Revolver-stöffi.“ Tónleikarnir fara fram 6. desember í Laugardalshöllinni en miðasalan á tónleikana hefst á fimmtudag í næstu viku á miði.is.Slash og Michael Jackson árið 2001.Goðsögnin Slash - einn af bestu gítarleikurum í heimiSaul Hudson, betur þekktur sem Slash, fæddist 23. júlí árið 1965 og er best þekktur fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitanna Guns N'Roses og Velvet Revolver. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Slash árið 2010 þar sem stórstjörnur á borð við Ozzy Osbourne, Fergie, Adam Levine, Dave Grohl, Chris Cornell og Iggy Pop aðstoðuðu kappann, Apocalyptic Love árið 2012 og World on Fire árið 2014. Hljómsveitin The Conspirators leikur inn á seinni tvær sólóplöturnar en meðlimir hennar eru Myles Kennedy, Brent Fitz og Todd Kerns. Slash er einn virtasti gítarleikari rokksögunnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga:Time kaus hann sem annan besta rafgítarleikara í heimi árið 2009 á lista yfir 10 bestu rafgítarleikara heims.Rolling Stone kaus hann í 65. sæti á lista yfir 100 bestu gítarleikara sögunnar árið 2011.Guitar World kaus gítarsólóið hans í laginu November Rain í sjötta sætið á topp 100 listanum yfir bestu gítarsóló allra tíma árið 2008.Total Guitar kaus gítarriffið hans í laginu Sweet Child o'Mine í fyrsta sæti á listanum yfir topp 100 flottustu gítarriff sögunnar árið 2004. Árið 2012 var hann ásamt hljómsveitinni Guns N'Roses tekinn inn í frægðarhöll rokksins en söngvari sveitarinnar, Axl Rose, lét ekki sjá sig á þeirri samkomu og söng því Myles Kennedy með sveitinni á samkomunni. Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
„Ég hef fylgst með honum í langan tíma, er mikill aðdáandi hans, það er óhætt að segja að þetta verði rokktónleikar með stóru erri. Þetta er einn mesti töffari rokksins,” segir tónleikahaldarinn Guðbjartur Finnbjörnsson, en hann stendur fyrir tónleikum einnar mestu rokkgítarhetju sögunnar, Slash í Laugardalshöll. Slash kemur þar fram ásamt hinum frábæra söngvara Myles Kennedy og hljómsveitinni The Conspirators. Flestir þekkja Slash sem gítarleikara Guns N'Roses og ofurgrúppunnar Velvet Revolver en hann hefur selt yfir hundrað milljón plötur á ferli sínum með hljómsveitum eða sjálfur og er margfaldur Grammy-verðlaunahafi. Hljómsveitin The Conspirators er í raun sólóverkefni gítarleikarans og hefur hann gefið út tvær plötur með sveitinni. Í síðustu viku kom út nýjaasta plata Slash, World on Fire, en hún hefur fengið glimrandi dóma erlendis. „Platan kom út í síðustu viku á iTunes og er strax komin í 7. sæti yfir plötur sem er mest hlaðið niður á iTunes. Ég held hún sé komin á topp tíu um næstum allan heim,“ bætir Guðbjartur við.Hljómsveitin The Conspirators sem er væntanleg með Slash til landsins.Slash hefur verið á tónleikaferðalagi og endar Evróputúrinn með hljómsveit sinni á Íslandi. „Það er aldrei að vita nema kallinn dvelji eitthvað hér á landi eftir tónleikana, en ég veit ekkert um það að svo stöddu,“ segir Guðbjartur. Slash er þekktur fyrir frábæra tónleika og hefur komið fram með hinum ýmsu listamönnum á ferlinum en fyrir utan Guns N'Roses, Velvet Revolver og sólóverkefni hefur hann meðal annars unnið með Michael Jackson, Lenny Kravitz og Alice Cooper svo nokkur nöfn séu nefnd. Söngvari sveitarinnar, Myles Kennedy, er talinn vera með betri rokksöngvurum heimsins í dag en hann kemur úr rokkhljómsveitinni Alter Bridge. Hann söng til að mynda með Guns N'Roses þegar sveitin var tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2012 en Slash og Kennedy eru miklar mátar. Á tónleikunum hér á landi mun Slash kynna nýju plötuna sína, ásamt því að spila sín þekktustu lög. „Hann hefur verið að taka slatta af Guns N'Roses- og Velvet Revolver-stöffi.“ Tónleikarnir fara fram 6. desember í Laugardalshöllinni en miðasalan á tónleikana hefst á fimmtudag í næstu viku á miði.is.Slash og Michael Jackson árið 2001.Goðsögnin Slash - einn af bestu gítarleikurum í heimiSaul Hudson, betur þekktur sem Slash, fæddist 23. júlí árið 1965 og er best þekktur fyrir að vera einn af stofnendum hljómsveitanna Guns N'Roses og Velvet Revolver. Hann hefur gefið út þrjár sólóplötur, Slash árið 2010 þar sem stórstjörnur á borð við Ozzy Osbourne, Fergie, Adam Levine, Dave Grohl, Chris Cornell og Iggy Pop aðstoðuðu kappann, Apocalyptic Love árið 2012 og World on Fire árið 2014. Hljómsveitin The Conspirators leikur inn á seinni tvær sólóplöturnar en meðlimir hennar eru Myles Kennedy, Brent Fitz og Todd Kerns. Slash er einn virtasti gítarleikari rokksögunnar og hefur hlotið fjölda viðurkenninga:Time kaus hann sem annan besta rafgítarleikara í heimi árið 2009 á lista yfir 10 bestu rafgítarleikara heims.Rolling Stone kaus hann í 65. sæti á lista yfir 100 bestu gítarleikara sögunnar árið 2011.Guitar World kaus gítarsólóið hans í laginu November Rain í sjötta sætið á topp 100 listanum yfir bestu gítarsóló allra tíma árið 2008.Total Guitar kaus gítarriffið hans í laginu Sweet Child o'Mine í fyrsta sæti á listanum yfir topp 100 flottustu gítarriff sögunnar árið 2004. Árið 2012 var hann ásamt hljómsveitinni Guns N'Roses tekinn inn í frægðarhöll rokksins en söngvari sveitarinnar, Axl Rose, lét ekki sjá sig á þeirri samkomu og söng því Myles Kennedy með sveitinni á samkomunni.
Tónlist Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira