Lífið

Russell Brand reiddist blaðamanni og labbaði úr viðtali

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Frá mótmælunum við Downingstræti í gær.
Frá mótmælunum við Downingstræti í gær. Vísir/Getty
Leikarinn Russell Brand lét fréttamann Channel 4 heyra það í gær þegar hann var spurður út í hvað húsið hans í London kostaði.

Viðtalið var tekið fyrir utan Downingstræti 10, forsætisráðherrabústaðinn í London, en Brand var þar ásamt fólki sem komið var saman til að mótmæla háu leigu-og húsnæðisverði í borginni.

Brand hefur talað mikið fyrir byltingu gegn hinu kapítalíska kerfi og látið til sín taka í alls kyns mótmælum. Í haust gaf hann svo út bók sem hann kallar einfaldlega Revolution eða Bylting.

Brand reiddist fréttamanninum í dag vegna þess að hann spurði hann út í hans eigin hagi. Brand sagðist ekki eiga sjálfur hús heldur vera á leigumarkaði en neitaði að segja hvað hann borgaði mikið í leigu. Hann rökræddi svo aðeins við fréttamanninn en labbaði á endanum úr viðtalinu og sagði blaðamanninn vera með dylgjur.

Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×