Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins Nói Síríus 17. október 2024 16:01 Lakkrístoppurinn fagnar 30 ára afmæli í hann. Hann hefur verið fastur liður í undirbúningi jólanna hjá mörgum landsmönnum. „Í tilefni 30 ára afmælisins fengum við Lindu Ben til að uppfæra uppskriftina," segir Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. „Þetta eru mjög ljúffeng og skemmtileg útgáfa þannig að nú gefst landsmönnum kostur á tveimur spennandi lakkrístoppum fyrir jólin.“ Lakkrístoppurinn sívinsæli er 30 ára í ár. Hann er að mörgu leyti einstakur og um leið ómissandi partur af undirbúningi jólanna hjá mörgum landsmönnum. „Nú fer að líða að baksturstímabilinu á mörgum heimilum en þar eru smákökur af ýmsum stærðum og gerðum auðvitað vinsælar,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. „Það er svo mikilvægt fyrir okkur að staldra aðeins við í öllum látunum á aðventunni, eiga góðar samverustundir með okkar nánasta fólki heima fyrir og skapa góðar minningar. Þá er einmitt tilvalið að skella í lakkrístoppa sem byggir á einfaldri uppskrift og er um leið gómsætur og vinsæll biti fyrir fólki á öllum aldri.“ Það gera sér ekki allir grein fyrir því að lakkrístoppurinn er alíslenski uppfinning en saga hans er mjög skemmtileg. „Þetta byrjaði allt saman árið 1994 en þá var haldin smákökukeppni á vegum matreiðsluklúbbsins Nýir eftirlætisréttir. Meðal þeirra sem tóku þátt var Hrefna Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki en hún bjó yfir uppskrift sem átti svo sannarlega eftir að breyta íslenskum jólum. Upphaflega voru þeir kallaðir Kurltoppar en seinna meir festist nafnið Lakkrístoppar.“ Rúmlega þúsund manns sendu inn uppskriftir í keppnina. Lokakeppnin fór fram í Borgarkringlunni og bar umrædd Hrefna sigur úr býtum. „Uppskriftin sló strax í gegn fyrir jólin 1994 og seldist allt Nóa lakkrískurl upp, slíkur var spenningurinn. Til gamans má nefna að á þessum tíma var önnur Hrefna búsett á Sauðárkróki. Hún fékk svo mörg símtöl á þessu tímabili þar sem fólk leitaði ráða vegna bakstursins að hún íhugaði um tíma að taka nafn sitt úr símaskránni.“ Hefðbundin útgáfa af lakkrístoppum inniheldur einungis fjögur hráefni, þar af tvö frá Nóa Síríus, Síríus rjómasúkkulaði og Nóa lakkrískurl. Hin tvö eru eggjahvítur og púðursykur. „Það er því lítið mál að skella í eina uppskrift. Hrærivélin sér um mestu vinnuna og þeir bakast á um fimmtán mínútum í ofni.“ Uppskriftina af lakkrístoppum má finna á umbúðum Eitt sett lakkrískurlsins og er eins og fyrr segir einföld og fljótleg. „Í tilefni 30 ára afmælisins fengum við Lindu Ben til að uppfæra uppskriftina. Útkoman er lakkrístoppar með Nóa smá kroppi sem er ný vara sem var að koma á markað. Þetta eru mjög ljúffeng og skemmtileg útgáfa þannig að nú gefst landsmönnum kostur á tveimur spennandi lakkrístoppum fyrir jólin.“ Nóa KroppToppar Lindu Ben: Innihald: 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g Nóa smá kropp 150 g Eitt sett lakkrískurl Aðferð: Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita. Þeytið eggjahvíturnar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Bætið Nóa kroppinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum. Bakið í u.þ.b. 19-20 mín. (tími fer mikið eftir stærð toppanna, prófið að taka einn topp út eftir 19 mín. og ef hann er ennþá mjög mjúkur, bakið þá aðeins lengur. Hús og heimili Kökur og tertur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira
„Nú fer að líða að baksturstímabilinu á mörgum heimilum en þar eru smákökur af ýmsum stærðum og gerðum auðvitað vinsælar,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Nóa Síríus. „Það er svo mikilvægt fyrir okkur að staldra aðeins við í öllum látunum á aðventunni, eiga góðar samverustundir með okkar nánasta fólki heima fyrir og skapa góðar minningar. Þá er einmitt tilvalið að skella í lakkrístoppa sem byggir á einfaldri uppskrift og er um leið gómsætur og vinsæll biti fyrir fólki á öllum aldri.“ Það gera sér ekki allir grein fyrir því að lakkrístoppurinn er alíslenski uppfinning en saga hans er mjög skemmtileg. „Þetta byrjaði allt saman árið 1994 en þá var haldin smákökukeppni á vegum matreiðsluklúbbsins Nýir eftirlætisréttir. Meðal þeirra sem tóku þátt var Hrefna Guðmundsdóttir frá Sauðárkróki en hún bjó yfir uppskrift sem átti svo sannarlega eftir að breyta íslenskum jólum. Upphaflega voru þeir kallaðir Kurltoppar en seinna meir festist nafnið Lakkrístoppar.“ Rúmlega þúsund manns sendu inn uppskriftir í keppnina. Lokakeppnin fór fram í Borgarkringlunni og bar umrædd Hrefna sigur úr býtum. „Uppskriftin sló strax í gegn fyrir jólin 1994 og seldist allt Nóa lakkrískurl upp, slíkur var spenningurinn. Til gamans má nefna að á þessum tíma var önnur Hrefna búsett á Sauðárkróki. Hún fékk svo mörg símtöl á þessu tímabili þar sem fólk leitaði ráða vegna bakstursins að hún íhugaði um tíma að taka nafn sitt úr símaskránni.“ Hefðbundin útgáfa af lakkrístoppum inniheldur einungis fjögur hráefni, þar af tvö frá Nóa Síríus, Síríus rjómasúkkulaði og Nóa lakkrískurl. Hin tvö eru eggjahvítur og púðursykur. „Það er því lítið mál að skella í eina uppskrift. Hrærivélin sér um mestu vinnuna og þeir bakast á um fimmtán mínútum í ofni.“ Uppskriftina af lakkrístoppum má finna á umbúðum Eitt sett lakkrískurlsins og er eins og fyrr segir einföld og fljótleg. „Í tilefni 30 ára afmælisins fengum við Lindu Ben til að uppfæra uppskriftina. Útkoman er lakkrístoppar með Nóa smá kroppi sem er ný vara sem var að koma á markað. Þetta eru mjög ljúffeng og skemmtileg útgáfa þannig að nú gefst landsmönnum kostur á tveimur spennandi lakkrístoppum fyrir jólin.“ Nóa KroppToppar Lindu Ben: Innihald: 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g Nóa smá kropp 150 g Eitt sett lakkrískurl Aðferð: Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita. Þeytið eggjahvíturnar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Bætið Nóa kroppinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum. Bakið í u.þ.b. 19-20 mín. (tími fer mikið eftir stærð toppanna, prófið að taka einn topp út eftir 19 mín. og ef hann er ennþá mjög mjúkur, bakið þá aðeins lengur.
Innihald: 3 eggjahvítur 200 g púðursykur 150 g Nóa smá kropp 150 g Eitt sett lakkrískurl Aðferð: Kveikið á ofninum, stillið á 150°C og undir yfir hita. Þeytið eggjahvíturnar og þegar mjúkir toppar hafa myndast bætið þá sykrinum hægt og rólega út í og þeytið þar til eggjahvíturnar eru stífþeyttar. Bætið Nóa kroppinu og lakkrískurlinu út í, blandið varlega saman við með sleikju. Notið tvær teskeiðar til þess að móta toppana, passið að hafa ágætis pláss á milli þar sem topparnir stækka í ofninum. Bakið í u.þ.b. 19-20 mín. (tími fer mikið eftir stærð toppanna, prófið að taka einn topp út eftir 19 mín. og ef hann er ennþá mjög mjúkur, bakið þá aðeins lengur.
Hús og heimili Kökur og tertur Mest lesið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Lífið Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Lífið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Lífið Fleiri fréttir Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Sjá meira