Arna Sif: Við eigum skilið að fara alla leið á HM Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 18:45 Vísir/Ernir Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Guðjón Guðmundsson kíkti á æfingu kvennalandsliðsins í handbolta í dag og ræddi við þær Karen Knútsdóttur, fyrirliða liðsins og Örnu Sif Pálsdóttur línumann. Íslenska landsliðið mætir Makedóníu í Laugardalshöll annað kvöld og tryggir sér með sigri sæti í umspili um laust sæti á HM 2015. Karen fór á kostum í sigrunum á Ítalíu og skoraði tuttugu mörk í þessum tveimur mikilvægu leikjum. „Ef við hefðum verið að spila á móti sterkari þjóð en Ítalíu þá hefði okkur verið refsað meira," sagði Karen sem er greinilega að hugsa um að halda sínum stelpum á jörðinni. „Við ætlum að skoða lið Makedóníu aðeins betur á fundi seinni partinn. Við vorum hingað til bara búnar að einbeita okkur að Ítalíuleikjunum þannig að nú þurfum við að setja fókus á Makedóníu," sagði Karen í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. „Fyrir fram er ekki hægt að segja neitt klárt um leikinn. Ég held samt að þær geti meira en þær sýndu á móti Ítalíu þannig að við þurfum að mæta hundrað prósent einbeittar til að ná í þetta eina stig sem okkur vantar. Helst viljum við þó ná í öll stigin sem eru í boði," sagði Arna Sif Pálsdóttir. Guðjón spurði Karen hreint úr um það hvort íslenska liðið væri nógu gott til að komast í gegnum umspilið um sæti á HM 2015. „Við þurfum að bíða og sjá hvort að við séum nógu góðar til þess að komast í úrslitakeppnina en við erum búnar að fá fullt af leikmönnum til baka. Eins og staðan er í dag þá erum við ekki komnar það langt en við höfum ár," sagði Karen. Guðjón ræddi líka við Karen um lífið í Frakklandi þar sem að hún spilar nú með Nice. „Þetta var í fyrsta sinn sem ég fékk menningarsjokk en Frakkarnir eru rosalega almennilegir við mig og hafa gefið mér tíma til að aðlagast. Það gengur rosalega vel," sagði Karen. „Ég hef verið í betra formi því ég hef verið að glíma við svolítið meiðsli í vetur og er ekki búin að æfa hundrað prósent. Ég er aftur á móti búin að æfa miklu meiri handbolta en ég hef áður gert og það er að skila sér inn á vellinum," sagði Karen. Guðjón Spurði Örnu Sif hvort hún væri ánægð með standið á íslenska landsliðinu í dag. „Já ég myndi segja það. Leikmennirnir sem eru að koma til baka úr meiðslum, Rut og Karen, eru að standa sig rosalega vel. Flora er flott í markinu og mér finnst við allar vera að sýna sitt besta," sagði Arna Sif og bætti við: „Ísland á algjörlega erindi í úrslitakeppni HM og við erum á uppleið. Við eigum skilið að fara alla leið á HM," sagði Arna Sif en það er hægt að sjá allt innslagið frá Gaupa hér fyrir neðan.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira