Valgarð og Sif valin fimleikafólk ársins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2014 15:00 Sif Pálsdóttir vann silfur á EM með íslenska hópfimleikalandsliðinu. Vísir/Valli Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum. Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira
Valgarð Reinhardsson, 18 ára fimleikamaður úr Gerplu og Sif Pálsdóttir, 27 ára hópfimleikakona úr Gerplu hafa verið valin fimleikafólk ársins 2014 af stjórn Fimleikasambands Íslands. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins.Norma Dögg Róbertsdóttir fékk verðlaun fyrir "Afrek ársins" fyrir að ná 18. sæti í stökki á heimsmeistaramótinu í Kína í október. Hún var þar efst kvenna frá Norðurlöndum og sjötti Evrópubúinn sem vakti mikla athygli í svo sterkri keppni, með einkunnina 14.1 stig.Kvennalandsliðið í hópfimleikum vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu sem fram fór á Íslandi í október 2014 og fékk verðlaunin "Lið ársins."Valgarð Reinhardsson kom upp úr unglingaflokki á árinu og keppti á sínu fyrsta ári í karlaflokki með miklum glæsibrag. Valgarð stundar fimleika hjá fimleikafélaginu Alta í Kanada, en félagið var kosið besta fimleikafélagið í Kanada árið 2013. Á sínu fyrsta ári varð hann í 12. sæti á kanadíska meistaramótinu og í 11. sæti á Elite Canada, sem er mót þeirra bestu þar í landi og einungis þeir sem hljóta boð fá þátttökurétt.Jón Sigurður Gunnarsson, fimleikamaður úr Ármanni, varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Daði Snær Pálsson, sem hefur verið búsettur í Svíþjóð og keppt með KFUM liðinu í Stokkhólmi síðan 2012.Sif Pálsdóttir vann til silfurverðlauna á Evrópumótinu í hópfimleikum í október. Sif gegndi lykilhlutverki í kvennalandsliðinu bæði innan vallar sem utan. Sif sýndi mikla áræðni og einurð þegar hún vann sig upp úr erfiðum meiðslum sem hún lenti í á undirbúningstímabili mótsins og skilaði æfingum sínum frábærlega á öllum áhöldum. Hún var valin fyrirliði liðsins af liðsfélögum sínum og sinnti því hlutverki af stakri prýði. Á árinu varð Sif einnig Íslands- og bikarmeistari félagsliða með kvennaliði Íþróttafélagsins Gerplu.Norma Dögg Róbertsdóttir er 18 ára fimleikakona úr Gerplu varð í öðru sæti og í þriðja sæti varð Kolbrún Þöll Þorradóttir sem er 15 ára fimleikakona úr Stjörnunni sem vann í ár til bronsverðlauna á Evrópumóti unglinga í hópfimleikum.
Fimleikar Fréttir ársins 2014 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina Handbolti Fleiri fréttir Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum „Held ég hafi þurft á því að halda“ Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit TikTok myndband gæti kostað NFL-stjörnuna þrettán milljarða Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Mannvirkjasjóður KSÍ fer næstu árin í uppbyggingu á Laugardalsvelli Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjáðu markaveislu Barcelona, Hákon búa til mark á Anfield og öll hin mörkin í gær Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Dortmund rak þjálfarann sinn eftir tapið í gær Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær „Það er einhver ára yfir liðinu“ Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Dagskráin í dag: Stórleikur í París og Solskjær mætir til leiks í Tyrklandi „Alltaf óþolandi að klikka“ Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Magnaður endurkomusigur Atlético Madríd Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Sjá meira