Ágúst: Örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn Ingvi Þór Sæmundsson á Fjölnisvelli skrifar 25. ágúst 2014 20:57 Ágúst Gylfason. Vísir/Daníel Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Ágúst Gylfason var óhress með niðurstöðuna í leik Fjölnis og Keflavíkur í kvöld, en Fjölnir hefur nú gert sjö jafntefli í 17 leikjum í Pepsi-deildinni. Jóhann Birnir Guðmundsson kom Keflavík yfir á 3. mínútu, en Þórir Guðjónsson jafnaði á þeirri 19. og þar við sat. „Þetta var svokallaður sex stiga leikur, en liðin deildu stigunum með sér. Vonandi hjálpar þetta stig okkur þegar verður talið upp úr kössunum í lokin,“ sagði Ágúst eftir leikinn. „Við höfum gert mikið af jafnteflum og við vorum einmitt að ræða það hversu erfitt það væri að vinna fótboltaleiki, en við áttum möguleika á því í dag, miðað við hvernig fyrri hálfleikurinn spilaðist. „Við ætluðum að nýta vindinn í seinni hálfleik og setja pressu á þá, en því miður náðum við ekki að sýna nógu góðan fótbolta og koma okkur í góð færi. Keflvíkingar fengu aftur móti hættuleg færi í skyndisóknum og þeir stóðu sig vel,“ sagði Ágúst sem var ánægður með fyrri hálfleikinn hjá sínu liði. „Það var mikill vilji í liðinu. Við fengum á okkur mark strax í upphafi leiks, en við stigum virkilega vel upp og sýndum afbragðs leik á móti vindinum. Við spiluðum af miklum krafti og sá kraftur fylgdi með inn í seinni hálfleikinn, en gæðin fylgdu hins vegar ekki með og við sköpuðum okkur ekki eins mörg færi og við vildum,“ sagði Ágúst. Mætingin á leikinn var afar döpur, en aðeins 214 áhorfendur höfðu fyrir því að mæta á þennan mikilvæga leik. Ágúst kveðst ósáttur með lítinn stuðning Grafarvogsbúa. „Þetta er með ólíkindum að vera í þessari baráttu og 214 áhorfendur hafi verið á vellinum. Það voru örugglega 200 Keflvíkingar og 14 Fjölnismenn. Það er skömm að þessu. „Ég veit ekki hvar fólkið er. Það er búið að senda kort á heimili og annað. En það þýðir ekkert að grenja yfir þessu, við þurfum bara að fara að vinna leiki,“ sagði Ágúst að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Sara ætlar að komast á heimsleikana í gegnum Afríku Sport Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Íslenski boltinn Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótbolti Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Stórstjarnan vildi ekki missa af vitnisburði móður sinnar Sport Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Rikki G mjög forvitinn um dularfullu dolluna hjá Mosfellingum „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Sjá meira
Fallslagur í Grafarvogi Fjölnir og Keflavík mætast á Fjölnisvelli í kvöld, en báðum liðum hefur gengið illa að sækja stig að undanförnu. 25. ágúst 2014 06:00
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Keflavík 1-1 | Sanngjarnt jafntefli í Grafarvoginum Fjölnir og Keflavík skildu jöfn í miklum fallslag á Fjölnisvellinum. 25. ágúst 2014 15:47