Ragnheiður Kr. Sigurðardóttir úr Gróttu og Þorbergur Guðmundsson KFA urðu í dag stigameistarar á Íslandsmeistaramóti í réttstöðulyftu í Kópavogi.
Ragnheiður háði harða baráttu við félaga sinn í Gróttu, Tinnu Rut Traustadóttur. Ragnheiður tryggði sér sigur með því að lyfta 160 kg í -57 kg flokki og fékk fyrir það 195,4 stig. Enginn fékk fleiri stig fyrir lyftu í dag.
Þorbergur Guðmundsson lyfti 340 kg í +120 kg flokki unglinga og fékk 190,026 stig fyrir. Keppnin var tvísýn framan af eða allt þar til Þorbergur steig á svið í sinni síðustu lyftu.
KFA frá Akureyri var stigahæsta liðið en liðakeppnin var sameiginleg stigakeppni í karla- og kvennaflokki.
Ragnheiður og Þorbergur Íslandsmeistarar
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar
Enski boltinn



Formaðurinn ósáttur við tveggja leikja bannið og aganefnd
Íslenski boltinn

Adam Ægir á heimleið
Íslenski boltinn


Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum
Enski boltinn


Grealish og Foden líður ekki vel
Enski boltinn
Fleiri fréttir
