ÍBV náði Gróttu að stigum í öðru sæti Olís deildar kvenna í handbolta með því að leggja Selfoss 27-24 í suðurlandsslagnum í Vestmannaeyjum í dag.
ÍBV var 17-9 yfir í hálfleik en gaf verulega eftir í seinni hálfleik en vann engu að síður öruggan sigur.
Vera Lopes skoraði 6 mörk fyrir ÍBV og Jóna Sigríður Halldórsdóttir 5.
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir fór mikinn hjá Selfossi og skoraði 10 mörk. Elena Birgisdóttir skoraði 4 mörk.
Fjórir aðrir voru á dagskránni í dag og eru úrslitin þeim sem hér segir:
ÍR – Valur 17-25 (7-14)
Sólveig Lára Kristjánsdóttir 6, Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 6 – Kristín Guðmundsdóttir 6, Bryndís Elín Wohler 5.
HK – Haukar23-25 (12-11)
Þórhildur Braga Þórðardóttir 8, Hulda Bryndís Tryggvadóttir 5, Emma Havin Sardardóttir 4 – Marija Gedroit 12, Kolbrín Gígja Einarsdóttir 6, Viktoría Valdimarsdóttir 4.
Stjarnan – FH 22-16 (12-7)
Sólveig Lára Kjærnested 6, Stefanía Theodórsdóttir 5 – Aníta Mjöll Ægisdóttir 4, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4.
Fylkir – KA/Þór 23-16 (11-7)
Patricia Szölösi 9, Sigrún birna Arnardóttir 5, Thea Imani Sturludóttir 5 - Laufey Lára Höskuldsdóttir 5, Paula Chirila 4.
ÍBV vann slaginn um suðurlandið
Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar

Mest lesið


Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar
Íslenski boltinn

„Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“
Körfubolti


Asensio skaut Villa áfram
Enski boltinn


Albert kom við sögu í naumum sigri
Fótbolti

„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“
Körfubolti

Embiid frá út leiktíðina
Körfubolti
