Lífið

Leitar að þátttakendum í myndlistarsýningu

Þórður Ingi Jónsson skrifar
"Tableau vivant“ - Sýningin tekur breytingum yfir mánuðinn
"Tableau vivant“ - Sýningin tekur breytingum yfir mánuðinn Fréttablaðið/ERNIR
„Ég er að leika mér með hugmyndina um „tableaux vivants“, þegar fólk endurskapaði fræg málverk í gamla daga,“ segir myndlistarkonan Rebecca Moran, sem opnaði sýninguna Laboratory Aim Density – FOREVER! Just ended í Nýlistasafninu um seinustu helgi.



fjallar um tilraunakvikmyndir lokaniðurstaðan verður sýnd 13. nóvember. Fréttablaðið/Ernir
Moran notar lifandi þátttakendur í innsetningunni en hún leitar nú að fólki til að taka þátt í sýningunni frá hverjum fimmtudegi til laugardags á milli klukkan 14 og 17. 

Áhugasamir geta sent póst á rebekka.moran@gmail.com. Moran, sem hefur búið og starfað í Reykjavík í nær áratug, segir að sýningin fjalli meðal annars um tilraunakvikmyndir. 

„Innsetningin er sí og æ að taka breytingum yfir mánuðinn en ég tek allt upp, klippi og vinn svo með myndirnar,“ segir hún. 

Þrettánda nóvember verður lokahóf þar sem myndefnið verður sýnt á meðan tónlistarkonan Þóranna Björnsdóttir spilar undir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×