Margt var að hljóðinu í atriði Pollapönks á dómararennsli í gærkvöldi. Hefur íslenski hópurinn formlega kvartað undan þessu en um tæknileg mistök aðstandenda keppninnar var að ræða.
Rúv greindi fyrst frá þessu. Dómarar greiddu atkvæði sín í gær en athugasemd íslenska hópsins var send áfram á allar dómnefndir. Þótti hljóðblöndun ekki nógu góð og hljóðnemi Heiðars, aðalsöngvara sveitarinnar, á að hafa dottið út nokkrum sinnum á meðan atriðinu stóð.
Pollapönkarar stíga á svið um hálfáttaleytið í kvöld, fjórðu í röðinni.
