Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 26-19 | Haukar í lykilstöðu Anton Ingi Leifsson á Ásvöllum skrifar 10. maí 2014 00:01 Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira
Haukar eru komnir í lykilstöðu í einviginu gegn ÍBV um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta, en þeir unnu þriðja leik liðanna í dag, 26-18. Með sigrinum komust Haukarnir í 2-1 í einvíginu. Agnar Smári Jónsson skoraði fyrst mark leiksins fyrir ÍBV eftir tveggja mínútna leik. Liðin skiptust á að skora, en Haukarnir komust svo 4-2 yfir. Giedrius Morkunas byrjaði vel í marki heimamanna og varði hvert skotið á fætur öðru. Tjörvi Þorgeirsson kom svo Haukum í 5-2, en gestirnir bitu þá aðeins frá sér og jöfnuðu í 6-6 og svo aftur í 7-7. Þá kom svakalegur kafli frá heimamönnum og þeir skoruðu næstu fimm mörk úr öllum regnbogans litum. Aftur bitu svo gestirnir aðeins frá sér og Theodór Sigurbjörnsson minnkaði muninn í þrjú mörk úr vítakasti, þegar fimm mínútur voru til hálfleiks. Í hálfleik höfðu svo heimamenn fjögurra marka forystu, 14-10, og það var ljóst að á ramman reipan var að draga fyrir Eyjamenn í síðari hálfleik. Markverðir Eyjamanna höfðu einungis varið þrjú skot í fyrri hálfleik á meðan Giedrius Morkunas í marki Hauka hafði varið þrettán skot. Þar liggur mikill munur, en mörg hver færin sem Giedrius var að verja voru úr algjörum dauðafærum. Síðari hálfleikur byrjaði svipað og sá fyrri og leikurinn virtist ætla vera jafn og skemmtilegur. Gestirnir skoruðu á 34. mínútu en síðan kom næsti mark ekki fyrr en níu mínútum síðar og þá höfðu Haukar breytt stöðunni úr 15-12 í 21-12. Þá var leik lokið. ÍBV náði aldrei að brúa bilið eftir það þrátt fyrir hetjulega baráttu. Stuðningsmenn beggja liða voru í fantaformi og mikill hiti var í húsinu. Lokatölur urðu svo sjö marka sigur Hauka, 26-19. Í heildina var leikur Hauka frábær í alla staði. Giedrius fór á kostum í markinu og varði hvert dauðafærið á fætur öðru, en hann endaði með tæplega 60% markvörslu. Sóknarleikurinn var einnig góður og þar voru margir sem stigu upp og áttu góðan leik Gestirnir voru oft á tíðum að fara illa með algjör dauðafæri. Á þessum markaþurrða kafla í upphafi síðari hálfleiks hefðu gestirnir getað komið sér inn í leikinn, en skutu annað hvort í Giedrius eða í markstangirnar. Næsti leikur liðanna fer fram á þriðjudag í Vestmannaeyjum og þá getur Haukaliðið tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV: Fannst það strangur dómur ,,Spilamennska okkar á löngum tímum í fyrri hálfleik og upphafi síðari hálfleiks gerðu út um þetta. Við vorum að spila okkur í færi, en við vorum að láta verja frá okkur," sagði Arnar Pétursson, annar þjálfara ÍBV, við Vísi í leikslok. ,,Staðan var 14-10 í hálfleik. Við fáum vítakast og tvö dauðafæri til að minnka muninn, en hann varði bara allt saman. Mér fannst við dálítið brotna við það." Giedrius var að fara illa með ÍBV í þessum leik: ,,Hann var að gera það, klárlega. Hann varði mjög vel. Hann fór illa með okkur, en spilamennska okkar annars var ekki eins góð og við getum. Við getum viðurkennt það." ,,Við vorum að spila okkur í ágætis færi lengi vel og hefðum getað verið lengur inni í leiknum, en menn brotnuðu aðeins." Andri Heimir Friðriksson fékk beint rautt spjald undir lok leiksins og Arnar var ekki sammála þeirri ákvörðun: ,,Mér fannst það ekki sanngjarnt, ég skal vera alveg hreinskilinn. Ég ætla að horfa á það aftur og dæma það þá. Mér fannst það ekki verið í samræmi við það sem er búið að vera dæma í þessu einvígi og fannst það strangur dómur," sagði Arnar við Vísi í leikslok. Patrekur Jóhannesson, þjálfari Hauka: Fórum vel yfir andlega þáttinn ,,Við byrjuðum vel og leiðum allan leikinn. Við vorum þéttir og tilbúnir í það sem þurfti. Þeir eru með hörkulið eins og þeir hafa sýnt í allan vetur," sagði Patrekur við Vísi í leikslok. ,,Við vorum flottir í dag. Sóknarleikurinn gekk vel upp og við skoruðum 26 mörk. Menn gáfu allt í þetta, liðsheildin var flott og hjartað og viljinn var til staðar." ,,Ég var virkilega ánægður með þennan leik hjá strákunum, eins fyrri hálfleikinn í Eyjum. Í seinni hálfleik þar misstu menn hausinn og við fórum vel yfir það fyrir þennan leik. ,,Það er erfitt að segja nákvæmlega hvað breyttist á milli leikja. Við fórum vel yfir andlega þáttinn og við þurftum að vera klárir. Eyjamenn eru fastir fyrir og við erum það líka. Við máttum ekki gefa svona mikið eftir, eins og við gerðum í leik númer tvö þar sem við fleygjum góðri forystu frá okkur. Núna héldum við alltaf áfram." Eyjamenn voru oft á tíðum ósáttir með dómarana og aðspurður um það svaraði Patrekur: ,,Þú verður að spurja Eyjamenn að því. Ég sé um Hauka og þeir sjá um sitt," sagði Patrekur við Vísi í leikslok.
Olís-deild karla Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Í beinni: Man. City - Tottenham | City tapað fjórum leikjum í röð Enski boltinn Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Enski boltinn Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Handbolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Enski boltinn Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Fótbolti Hvað gera flokkarnir fyrir afreksfólk í íþróttum? Sport Fleiri fréttir Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Sjá meira