Mikill hraði og mikil spenna 10. maí 2014 10:33 Porsche Criterium 2014. Mynd/Facebook Sprenging hefur orðið í götuhjólamenningu hér á Íslandi undanfarin ár og eru hjólreiðarmenn á svokölluðum racerum orðnir eins og ljúfir vorboðar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrar keppnir hafa verið haldnar í kringum íþróttina og fer þeim fjölgandi. Þann 15. maí næstkomandi verður Porsche Criterium 2014 hjólreiðakeppnin haldin í samvinnu Bílabúð Benna og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Porsche Criterium er stutt keppni en hjólaður er 1.9 km hringur á Völlunum í Hafnarfirði en þar eru góðar aðstæður, slétt og gott malbik, breiðar beygjur, auk þess sem lausamöl verður hreinsuð af brautinni fyrir mót. Það ætti því ekki margt að koma í veg fyrir hraða og skemmtilega keppni í ár. Keppnin fer þannig fram, að hjólað er í hringi, og ef keppandi er hringaður lýkur hann keppni og hjólar að rásmarki. Þannig getur það verið markmið í fyrir hægari keppendur að vera ekki hringaðir af hröðustu mönnum í sama flokki. Keppnissniðið hefur lengi verið mjög vinsælt erlendis, en hérlendis eru þessi mót að vaxa vel í vinsældum, og voru 3 criterium mót haldin hérlendis á síðasta keppnistímabili. „Þessi keppni hefur verið haldin í nokkur ár, og hefur fjöldi þátttakenda farið vaxandi með hverju árinu. Höfum við verið einstaklega heppin með veður síðustu ár, og vonum að þar verði framhald á,“ segir Reynir Þór Hübner, einn af skipuleggjendum keppninnar. Keppt er á götuhjólum, í nokkrum flokkum karla og kvenna, A og B þar sem A flokkur fer 14 hringi og B flokkur 10 hringi, en að auki er nú í fyrsta sinn boðið upp á C-flokk þar sem farnir eru 6 hringir. C-flokkurinn er hugsaður fyrir byrjendur, og er eingöngu fyrir þá sem hafa ekki keppt áður í criterium, og verður ókeypis að taka þátt í honum. Einnig verða veitt sérstök sprettmeistaraverðlaun, þar sem sprettharðasti einstaklingurinn í mótinu er heiðraður. Allar nánari upplýsingar um mótið og skráningu má nálgast á vefsvæði HFR, hfr.is. Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Sprenging hefur orðið í götuhjólamenningu hér á Íslandi undanfarin ár og eru hjólreiðarmenn á svokölluðum racerum orðnir eins og ljúfir vorboðar á höfuðborgarsvæðinu. Nokkrar keppnir hafa verið haldnar í kringum íþróttina og fer þeim fjölgandi. Þann 15. maí næstkomandi verður Porsche Criterium 2014 hjólreiðakeppnin haldin í samvinnu Bílabúð Benna og Hjólreiðafélags Reykjavíkur. Porsche Criterium er stutt keppni en hjólaður er 1.9 km hringur á Völlunum í Hafnarfirði en þar eru góðar aðstæður, slétt og gott malbik, breiðar beygjur, auk þess sem lausamöl verður hreinsuð af brautinni fyrir mót. Það ætti því ekki margt að koma í veg fyrir hraða og skemmtilega keppni í ár. Keppnin fer þannig fram, að hjólað er í hringi, og ef keppandi er hringaður lýkur hann keppni og hjólar að rásmarki. Þannig getur það verið markmið í fyrir hægari keppendur að vera ekki hringaðir af hröðustu mönnum í sama flokki. Keppnissniðið hefur lengi verið mjög vinsælt erlendis, en hérlendis eru þessi mót að vaxa vel í vinsældum, og voru 3 criterium mót haldin hérlendis á síðasta keppnistímabili. „Þessi keppni hefur verið haldin í nokkur ár, og hefur fjöldi þátttakenda farið vaxandi með hverju árinu. Höfum við verið einstaklega heppin með veður síðustu ár, og vonum að þar verði framhald á,“ segir Reynir Þór Hübner, einn af skipuleggjendum keppninnar. Keppt er á götuhjólum, í nokkrum flokkum karla og kvenna, A og B þar sem A flokkur fer 14 hringi og B flokkur 10 hringi, en að auki er nú í fyrsta sinn boðið upp á C-flokk þar sem farnir eru 6 hringir. C-flokkurinn er hugsaður fyrir byrjendur, og er eingöngu fyrir þá sem hafa ekki keppt áður í criterium, og verður ókeypis að taka þátt í honum. Einnig verða veitt sérstök sprettmeistaraverðlaun, þar sem sprettharðasti einstaklingurinn í mótinu er heiðraður. Allar nánari upplýsingar um mótið og skráningu má nálgast á vefsvæði HFR, hfr.is.
Heilsa Mest lesið Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Lífið Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Lífið Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Afi og málari Lífið Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira