Lífið

Pöndurnar neituðu að taka lyfin sín

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Maðurinn átti bókstaflega fullt í fangi með að gefa pöndunum lyfin sín.
Maðurinn átti bókstaflega fullt í fangi með að gefa pöndunum lyfin sín.
Pandabirnir þykja með fallegri dýrum en þeir eru í bráðri útrýmingarhættu. Það er því hugsað vel um þá í þeim dýragörðum sem þar sem þá eru að finna. BBC í Tyrklandi birti á dögunum myndband af tveimur pöndum að fá lyfin sín hjá dýragarðsstarfsmanni.

Það gekk hálf brösulega hjá starfsmanninum en pandabirnirnir unnu saman að því að trufla hann. Pöndurnar áttu von á að fá bambus til að narta í og virðist þeim ekki hafa líkað að eiga að fá lyf fyrst, að því er fram kemur á Facebook-síðu BBC.

Það virðist þó vera létt stemming hjá pöndunum en á myndbandinu sjást þær faðma og knúsa starfsmanninn. Myndbandið, sem sjá má hér fyrir neðan, náðist á myndavélar sem eru í búrum pandabjarnanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×