Lífið

"Þau sögðu að nefið á mér væri of langt og munnurinn of stór“

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Leikkonan Sophia Loren er andlit AFI-kvikmyndahátíðarinnar í ár en hún er áttatíu ára gömul. 

Á hátíðinni verður ein af hennar þekktustu myndum, Marriage Italian Style frá árinu 1964 sýnd. Þá verður stuttmyndin The Human Voice einnig sýnd á hátíðinni en leikstjóri hennar er Edoardo Ponti, annar tveggja sona sem Sophia átti með eiginmanni sínum heitnum, Carlo Ponti.

Sophia segir í samtali við Hollywood Reporter að margir hafi hvatt hana til að fara í lýtaaðgerðir þegar hún hóf leiklistarferilinn. Hún tók hins vegar fyrir það.

„Ég reyndi að hlusta ekki á þetta fólk. Þau sögðu að nefið á mér væri of langt og munnurinn of stór. Þetta særði mig ekki því þegar ég trúi á eitthvað er ég eins og í stríði. Þetta er orrusta,“ segir Sophia og segir að eiginmaður sinn heitni hafi meira að segja mælt með nefaðgerð.

„Carlo sagði: Þú veist að tökumennirnir segja að nefið á þér er of langt. Kannski ættirðu að láta laga það aðeins. Og ég sagði: Heyrðu, ég vil ekki laga neitt á andlitinu mínu því mér líkar við það.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×