Lífið

Loftið í ræktinni getur skaðað heilsuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
vísir/getty
Vísindamenn frá Hollandi og Portúgal birtu nýverið rannsókn sem sýnir gæði lofts inni á líkamsræktarstöðvum.

Vísindamennirnir könnuðu mengunarefni í loftinu í ellefu mismunandi líkamsræktarstöðvum á háannatíma. Í rannsóknum þeirra kom fram að mikið magn af ryki, formaldehýði og koltvíoxíði fannst í loftinu, sérstaklega í lokuðum rýmum þar sem hópatímar eru kenndir.

Samkvæmt rannsókninni getur mikið magn þessara efna leitt til astma eða annarra öndunarfærasjúkdóma. Þá getur of mikið af koltvíoxíði leitt til ofþreytu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×