Lífið

Kafað í ameríska þjóðlagahefð

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Mannlegar sögur - Öll lögin á plötunni eru með einhverri frásögn.
Mannlegar sögur - Öll lögin á plötunni eru með einhverri frásögn. mynd/steve lorenz
„Öll lögin eiga það sameiginlegt að vera með sterka frásögn sem heillar okkur,“ segir Margrét Eir Hönnudóttir söngkona en tónleikaferðalag hennar og Páls Rósinkranz hefst í kvöld í Gamla kaupfélaginu á Akranesi. Ferðalagið er í tilefni plötunnar If I Needed You, þrettán laga plötu sem kafar djúpt í rætur amerískrar þjóðlagahefðar.

„Það er kannski hægt að setja þetta undir smá bluegrass, smá kántrí, aðallega þessa sagnahefð og þessar mannlegu sögur sem við öll þekkjum en þarna eru höfundar sem hafa eitthvert einstakt lag á að orða hlutina,“ segir Margrét. „Höfundar eins og Bob Dylan og Townes Van Zandt en elsta lagið á plötunni er frá 1857 á meðan það yngsta er frá 2008.“

Það er hljómsveitin Thin Jim sem sér um undirspilið. Thin Jim eru þeir Jökull Jörgensen á bassa, Andrés Þór Gunnlaugsson og Davíð Sigurgeirsson á gítar og Kjartan Guðnason á trommum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×