,,Vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar" Ellý Ármanns skrifar 19. júlí 2014 12:00 Brúðhjónin með dætur þeirra Andreu Líf, 2 ára, og Alexöndru Líf, 7 ára. myndir/aldís Pálsdóttir Una Dögg Guðmundsdóttir og Ómar Örn Helenuson gengu í heilagt hjónaband 14. júní síðastliðinn í Oddakirkju á Rangárvöllum. Um var að ræða yndislega athöfn með nánustu ættingjum og vinum brúðhjónanna. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari fangaði stemninguna þennan fallega dag eins og sjá má á myndunum.Gullfalleg brúðhjón í dásamlegu umhverfi.Þegar talið berst að fallegri staðsetningu brúðkaupsins segir Una: ,,Við fjölskyldan eigum sumarhús á Hellu sem við notum mjög mikið en við vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar."Fallegra gerist það ekki. Stemningin í kirkjunni var æðisleg. Hér má sjá yngri dóttur þeirra, Andreu Líf, með Lilju Dögg vinkonu brúðhjónanna.Gestirnir tóku á móti brúðhjónunum með sápukúlum.,,Margir gestanna gáfu sér alla helgina með okkur að njóta þess að vera í sveitinni sem gerði þetta að skemmtilegri helgi fyrir alla," segir Una.Oddakirkja á Rangárvöllum.,,Eftir athöfnina var haldin glæsileg veisla í veiðihúsinu við Ytri Rangá. Þetta var yndislegur dagur í alla staði og einstakt útsýni yfir okkar fallegu náttúru. Margir gestanna gistu svo í litlum veiðihúsum við veislusalinn og svo hittust allir í bröns daginn eftir og kvöddust," segir Una.Gestir dönsuðu fram eftir nóttu ,,Það sem stóð upp úr var veðrið sem var einstaklega fallegt þennan dag og fólk sat fram eftir nóttu við ánna með æðislegt útsýni og svo sá Dj Jay-O um tónlistina og hann sló heldur betur í gegn því gestirnir dönsuðu langt fram eftir nóttu."Una og Ómar í kirkjunni.Una sá um borðskreytingarnar og skreytti bollakökurnar sjálf og Ómar hannaði kökustandinn.,,Við reyndum að gera sem mest sjálf eins og skeytingar og eftirrétti til þess að gera þetta persónulegt og öðruvísi," segir Una þegar hún rifjar upp fyrir okkur þessa eftirminnilegu helgi.Gaman er að geta þess að Ómar á og rekur innréttingaklæðningu sem hann stofnaði fyrir tveimur árum eftir margra ára starf í skiltagerð. Hann sérhæfir sig í því að gefa gömlum sem nýjum innréttingum nýtt útlit með því að filma þær með sterkri filmu sem er líka notuð til þess að merkja bíla. Tengdar fréttir Kirkjugestum á fremsta bekk var brugðið "Á meðan presturinn var að blessa okkur." 5. júlí 2014 08:30 Jógvan Hansen giftir sig Brúðhjónin geisluðu. Sjáðu myndirnar og myndbandið. 13. júlí 2014 09:45 "Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Una Dögg Guðmundsdóttir og Ómar Örn Helenuson gengu í heilagt hjónaband 14. júní síðastliðinn í Oddakirkju á Rangárvöllum. Um var að ræða yndislega athöfn með nánustu ættingjum og vinum brúðhjónanna. Aldís Pálsdóttir ljósmyndari fangaði stemninguna þennan fallega dag eins og sjá má á myndunum.Gullfalleg brúðhjón í dásamlegu umhverfi.Þegar talið berst að fallegri staðsetningu brúðkaupsins segir Una: ,,Við fjölskyldan eigum sumarhús á Hellu sem við notum mjög mikið en við vorum alltaf ákveðin í að halda sveitabrúðkaup í sveitinni okkar."Fallegra gerist það ekki. Stemningin í kirkjunni var æðisleg. Hér má sjá yngri dóttur þeirra, Andreu Líf, með Lilju Dögg vinkonu brúðhjónanna.Gestirnir tóku á móti brúðhjónunum með sápukúlum.,,Margir gestanna gáfu sér alla helgina með okkur að njóta þess að vera í sveitinni sem gerði þetta að skemmtilegri helgi fyrir alla," segir Una.Oddakirkja á Rangárvöllum.,,Eftir athöfnina var haldin glæsileg veisla í veiðihúsinu við Ytri Rangá. Þetta var yndislegur dagur í alla staði og einstakt útsýni yfir okkar fallegu náttúru. Margir gestanna gistu svo í litlum veiðihúsum við veislusalinn og svo hittust allir í bröns daginn eftir og kvöddust," segir Una.Gestir dönsuðu fram eftir nóttu ,,Það sem stóð upp úr var veðrið sem var einstaklega fallegt þennan dag og fólk sat fram eftir nóttu við ánna með æðislegt útsýni og svo sá Dj Jay-O um tónlistina og hann sló heldur betur í gegn því gestirnir dönsuðu langt fram eftir nóttu."Una og Ómar í kirkjunni.Una sá um borðskreytingarnar og skreytti bollakökurnar sjálf og Ómar hannaði kökustandinn.,,Við reyndum að gera sem mest sjálf eins og skeytingar og eftirrétti til þess að gera þetta persónulegt og öðruvísi," segir Una þegar hún rifjar upp fyrir okkur þessa eftirminnilegu helgi.Gaman er að geta þess að Ómar á og rekur innréttingaklæðningu sem hann stofnaði fyrir tveimur árum eftir margra ára starf í skiltagerð. Hann sérhæfir sig í því að gefa gömlum sem nýjum innréttingum nýtt útlit með því að filma þær með sterkri filmu sem er líka notuð til þess að merkja bíla.
Tengdar fréttir Kirkjugestum á fremsta bekk var brugðið "Á meðan presturinn var að blessa okkur." 5. júlí 2014 08:30 Jógvan Hansen giftir sig Brúðhjónin geisluðu. Sjáðu myndirnar og myndbandið. 13. júlí 2014 09:45 "Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45 Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
"Eiginmaður minn vissi ekki að við mæðgur yrðum með blómakransa“ Brúðkaupið fór fram í blíðskaparveðri á Kirkjubæjarklaustri. 18. júlí 2014 06:45