Umfjöllun og viðtöl: Valur - KR 1-4 | Öruggur KR sigur í nágrannaslagnum Anton Ingi Leifsson á Vodafone-vellinum skrifar 19. júlí 2014 00:01 Vísir/Vilhelm KR gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag og unnu enn einn sigurinn á þeim velli í dag, 4-1. Með sigrinum setur KR mikla pressu á toppliðin, FH og Stjörnuna. KR-ingar hafa aldrei tapað á Hlíðarenda síðan nafninu á vellinum var breytt í Vodafone-völlinn. Níu mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks gerði út um leikinn, en Aron Bjarki Jósepsson, Kjartan Henry Finnbogason og Almarr Ormasson komu röndóttu gestunum í 3-0 gegn afar andlausu liði Vals. Nýju mennirnir í liði Vals, Billy Berntsson og Tonny Mawejje fóru beint inn í liðið hjá Val og Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í stað Indriða Áka Þorlákssonar sem var ekki í leikmannahóp liðsins. Hjá KR var ein breytingar frá stórleiknum gegn Celtic. Almarr Ormarsson kom inn í liðið í stað Gonzalo Balbi. KR tapaði fyrri leik liðanna og ætluðu því líklega að hefna ófaranna. Þeir þurftu einnig að vinna ætluðu þeir sér að halda sér í toppbaráttunni og setja pressu á Stjörnuna og FH. Valsmenn gátu með sigri blandað sér í baráttuna um Evrópusætið með sigri, en þeir höfðu unnið einn af síðustu 5 leikjum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur. Valsmenn byrjuðu af ágætis krafti og virtust til alls líklegir. Þeir fengu eitt til tvö fín færi og voru meira með boltann, en KR-ingar biðu aftar á vellinum en þeir eru þekktir fyrir og beittu hröðum skyndisóknum. Valsmenn fengu besta færi fyrri hluta fyrri hálfleiks þegar Kolbeinn Kárason skallaði framhjá úr dauðafæri, en þeir fengu ekki mikið fleiri opin færi. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna. Eftir 28. mínútur komust þeir yfir með marki frá Aroni Bjarka og níu mínútum síðar var staðan orðin 3-0! Já, þetta er ekki innsláttarvilla. Kjartan Henry Finnbogason og Almarr Ormarsson bættu við mörkum eftir afar dapran varnarleik Valsmanna, sérstaklega í þriðja markinu. Tonny Mawejje náði þó að klóra í bakkann fyrir gestina fyrir lok fyrri hálfleiks með marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Eins og fyrr segir var fyrri hálfleikurinn nokkuð kaflaskiptur. Valsmenn komu inn að krafti í upphafi leiks, en gestirnir fengu svo á lagið og gerði þrjú mörk á níu mínútna kafla. Varnarleikurinn var ekki uppá marga fiska í þessum mörkum KR. Patrick Pederson kom inná í lið Valsmanna í fyrri hálfleik og átti hann að færa meira líf í sóknarleik Valsmanna, en Kolbeinn Kárason sem gerði afar lítið í fyrri hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að KR-ingar skoruðu fimmta mark leiksins og staðan orðin 4-1. Þá var leik lokið. Gestirnir voru búnir að sigla sigrinum í hús og byrjuðu að gera breytingar á sínu liði enda stórleikur framundan í Skotlandi á þriðjudag, gegn skosku meisturunum í Celtic. Nokkuð þægilegur KR-sigur staðreynd. Valsmenn voru frískir í um það bil 25-30 mínútur í fyrri hálfleik, en ekki var það mikið meira. Gary Martin lék á alls oddi og skoraði eitt mark og lagði upp eitt. Hann dreifði boltanum vel, en Kjartan Henry átti einnig mjög góðan leik sem og flest allir leikmenn KR. Með sigrinum er KR enn í þriðja sæti deildarinnar, nú einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti og þremur á eftir FH sem er í því fyrsta. Bæði liðin eiga þó leik inni. Valsmenn sigla hins vegar lygnan sjó í sjötta sæti, en það er langt frá því að vera ásættanlegur árangri á Hlíðarenda. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Hugsum bara um rassgatið á sjálfum okkur„Eftir fyrstu mínútúrnar þá tókum við þetta dálítið yfir. Sóttum meira og fundum þau svæði sem við vorum að leita að. Við ætluðum að leyfa þeim að koma framar á völlinn," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. „Fyrsta markið gaf okkur sjálfstraust. Við skoruðum góð mörk og Kjartan skoraði sérlega flott mark. Það var einnig kominn tími á að Almarr myndi skora og það var bara gaman. Ég var ánægðastur með bygginguna á sóknarleiknum í mörkunum, þá sérstaklega síðari tveim í fyrri hálfleik." „Það var gríðarlega gott að komast í 3-0, en ég var virkilega ósáttur á að fá á mig mark undir lok í fyrri hálfleiks. Við hefðum getað gert þetta þægilegra í síðari hálfleik með að vera 3-0 yfir, en við skorum snemma í síðari hálfleik og þá var þetta búið. Þá var allur vindur úr Valsmönnum," sagði Rúnar og aðspurður hvort þeir væru ekki að setja pressu á toppliðin svaraði hann: „Ég veit það nú ekki. Við fáum þrjú stig sem við þurfum að fá til þess að koma okkur nær þeim. Þetta er það eina sem við getum gert; að hugsa um rassgatið á sjálfum okkur. Við megum ekki misstíga okkur," sem er spenntur fyrir útileiknum gegn Celtic í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Við erum að fara í gífurlega erfiðan útileik. Við þurftum að hlaupa mikið hérna heima á Íslandi, því þeir voru mest allan tímann með boltann og eru með frábært lið, sterkara lið en ég hefði gert mér grein fyrir. Fyrir vikið þá fannst mér leikur okkar og strákana mjög góður. Auðvitað fengum við á okkur eitthver færi, en þeir skoruðu ekki nema þegar fimm mínútur voru eftir og rétt áður fengum við mjög fínt færi sem hefði getað snúið dæminu við." „Við erum að fara í rosalega erfitt verkefni og það mun reyna á hópinn að hlaupa og berjast gegn Celtic á útivelli. Þeir létu boltann ganga hratt hér á KR-vellinum og ég efast ekki um að þeir geti gert það ennþá hraðar á heimavelli," sagði Rúnar brosandi í leikslok. Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Áhyggjuefni hvað við tökum fá stig á heimavelli„Þetta var gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja betur og vera líklegri til að skora. Síðan fáum við mark á okkur eftir hornspyrnu," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leik. „Bjarni (Ólafur Eiríksson) var útaf vegna höfuðhöggs og menn voru ekki klárir í hornspyrnunni og boltinn dettur fyrir þá og þeir komast yfir gegn gangi leiksins. Síðan komu tvö mörk í kjölfarið sem gerðu út um leikinn." „Þeir gera tvö mörk svo strax í kjölfarið, en við náðum að klóra í bakkann fyrir hálfleik. Næst mark var mjög mikilvægt og þeir skoruðu það og eftir það áttum við engin svör," og aðspurður hvernig honum fannst nýju mennirnir koma inn í leik Valsmanna svaraði Magnús: „Mér fannst þeir spila ágætlega, sérstaklega Mawejje. Billy var ágætur og Daði kom frískur inn, en í erfiðri stöðu." „Við fjarlægumst þann pakka sem við ætlum okkur að vera í með tapi hérna í dag, en við hættum ekkert. Þetta eru ellefu leikir í seinni umferðinni og við náðum ekki nægilega miklu úr fyrri umferðinni. Það eru tíu leikir eftir, en við náum ekki neinu með svona frammistöðu," sem segir Vals-liðið þurfa gera Vodafone-völlinn að meiri gryfju. „Það er áhyggjuefni hvað við tökum fá stig hérna. Við náum ekki að búa til neina gryfju hérna." „Patrick er að ná sér og við vitum það að þegar hann er heill er hann hörku framherji. Við erum með nægilega marga framherja, það vantar ekkert uppá. Við þurfum bara gera betur," sagði Magnús í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
KR gerði góða ferð á Hlíðarenda í dag og unnu enn einn sigurinn á þeim velli í dag, 4-1. Með sigrinum setur KR mikla pressu á toppliðin, FH og Stjörnuna. KR-ingar hafa aldrei tapað á Hlíðarenda síðan nafninu á vellinum var breytt í Vodafone-völlinn. Níu mínútna kafli í lok fyrri hálfleiks gerði út um leikinn, en Aron Bjarki Jósepsson, Kjartan Henry Finnbogason og Almarr Ormasson komu röndóttu gestunum í 3-0 gegn afar andlausu liði Vals. Nýju mennirnir í liði Vals, Billy Berntsson og Tonny Mawejje fóru beint inn í liðið hjá Val og Kristinn Freyr Sigurðsson kom inn í stað Indriða Áka Þorlákssonar sem var ekki í leikmannahóp liðsins. Hjá KR var ein breytingar frá stórleiknum gegn Celtic. Almarr Ormarsson kom inn í liðið í stað Gonzalo Balbi. KR tapaði fyrri leik liðanna og ætluðu því líklega að hefna ófaranna. Þeir þurftu einnig að vinna ætluðu þeir sér að halda sér í toppbaráttunni og setja pressu á Stjörnuna og FH. Valsmenn gátu með sigri blandað sér í baráttuna um Evrópusætið með sigri, en þeir höfðu unnið einn af síðustu 5 leikjum. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð kaflaskiptur. Valsmenn byrjuðu af ágætis krafti og virtust til alls líklegir. Þeir fengu eitt til tvö fín færi og voru meira með boltann, en KR-ingar biðu aftar á vellinum en þeir eru þekktir fyrir og beittu hröðum skyndisóknum. Valsmenn fengu besta færi fyrri hluta fyrri hálfleiks þegar Kolbeinn Kárason skallaði framhjá úr dauðafæri, en þeir fengu ekki mikið fleiri opin færi. Það voru hins vegar gestirnir sem tóku forystuna. Eftir 28. mínútur komust þeir yfir með marki frá Aroni Bjarka og níu mínútum síðar var staðan orðin 3-0! Já, þetta er ekki innsláttarvilla. Kjartan Henry Finnbogason og Almarr Ormarsson bættu við mörkum eftir afar dapran varnarleik Valsmanna, sérstaklega í þriðja markinu. Tonny Mawejje náði þó að klóra í bakkann fyrir gestina fyrir lok fyrri hálfleiks með marki fimm mínútum fyrir hálfleik. Eins og fyrr segir var fyrri hálfleikurinn nokkuð kaflaskiptur. Valsmenn komu inn að krafti í upphafi leiks, en gestirnir fengu svo á lagið og gerði þrjú mörk á níu mínútna kafla. Varnarleikurinn var ekki uppá marga fiska í þessum mörkum KR. Patrick Pederson kom inná í lið Valsmanna í fyrri hálfleik og átti hann að færa meira líf í sóknarleik Valsmanna, en Kolbeinn Kárason sem gerði afar lítið í fyrri hálfleik. Það gekk ekki betur en svo að KR-ingar skoruðu fimmta mark leiksins og staðan orðin 4-1. Þá var leik lokið. Gestirnir voru búnir að sigla sigrinum í hús og byrjuðu að gera breytingar á sínu liði enda stórleikur framundan í Skotlandi á þriðjudag, gegn skosku meisturunum í Celtic. Nokkuð þægilegur KR-sigur staðreynd. Valsmenn voru frískir í um það bil 25-30 mínútur í fyrri hálfleik, en ekki var það mikið meira. Gary Martin lék á alls oddi og skoraði eitt mark og lagði upp eitt. Hann dreifði boltanum vel, en Kjartan Henry átti einnig mjög góðan leik sem og flest allir leikmenn KR. Með sigrinum er KR enn í þriðja sæti deildarinnar, nú einu stigi á eftir Stjörnunni sem er í öðru sæti og þremur á eftir FH sem er í því fyrsta. Bæði liðin eiga þó leik inni. Valsmenn sigla hins vegar lygnan sjó í sjötta sæti, en það er langt frá því að vera ásættanlegur árangri á Hlíðarenda. Rúnar Kristinsson, þjálfari KR: Hugsum bara um rassgatið á sjálfum okkur„Eftir fyrstu mínútúrnar þá tókum við þetta dálítið yfir. Sóttum meira og fundum þau svæði sem við vorum að leita að. Við ætluðum að leyfa þeim að koma framar á völlinn," sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, í leikslok. „Fyrsta markið gaf okkur sjálfstraust. Við skoruðum góð mörk og Kjartan skoraði sérlega flott mark. Það var einnig kominn tími á að Almarr myndi skora og það var bara gaman. Ég var ánægðastur með bygginguna á sóknarleiknum í mörkunum, þá sérstaklega síðari tveim í fyrri hálfleik." „Það var gríðarlega gott að komast í 3-0, en ég var virkilega ósáttur á að fá á mig mark undir lok í fyrri hálfleiks. Við hefðum getað gert þetta þægilegra í síðari hálfleik með að vera 3-0 yfir, en við skorum snemma í síðari hálfleik og þá var þetta búið. Þá var allur vindur úr Valsmönnum," sagði Rúnar og aðspurður hvort þeir væru ekki að setja pressu á toppliðin svaraði hann: „Ég veit það nú ekki. Við fáum þrjú stig sem við þurfum að fá til þess að koma okkur nær þeim. Þetta er það eina sem við getum gert; að hugsa um rassgatið á sjálfum okkur. Við megum ekki misstíga okkur," sem er spenntur fyrir útileiknum gegn Celtic í Meistaradeildinni á þriðjudag. „Við erum að fara í gífurlega erfiðan útileik. Við þurftum að hlaupa mikið hérna heima á Íslandi, því þeir voru mest allan tímann með boltann og eru með frábært lið, sterkara lið en ég hefði gert mér grein fyrir. Fyrir vikið þá fannst mér leikur okkar og strákana mjög góður. Auðvitað fengum við á okkur eitthver færi, en þeir skoruðu ekki nema þegar fimm mínútur voru eftir og rétt áður fengum við mjög fínt færi sem hefði getað snúið dæminu við." „Við erum að fara í rosalega erfitt verkefni og það mun reyna á hópinn að hlaupa og berjast gegn Celtic á útivelli. Þeir létu boltann ganga hratt hér á KR-vellinum og ég efast ekki um að þeir geti gert það ennþá hraðar á heimavelli," sagði Rúnar brosandi í leikslok. Magnús Gylfason, þjálfari Vals: Áhyggjuefni hvað við tökum fá stig á heimavelli„Þetta var gríðarleg vonbrigði. Mér fannst við byrja betur og vera líklegri til að skora. Síðan fáum við mark á okkur eftir hornspyrnu," sagði Magnús Gylfason, þjálfari Vals eftir leik. „Bjarni (Ólafur Eiríksson) var útaf vegna höfuðhöggs og menn voru ekki klárir í hornspyrnunni og boltinn dettur fyrir þá og þeir komast yfir gegn gangi leiksins. Síðan komu tvö mörk í kjölfarið sem gerðu út um leikinn." „Þeir gera tvö mörk svo strax í kjölfarið, en við náðum að klóra í bakkann fyrir hálfleik. Næst mark var mjög mikilvægt og þeir skoruðu það og eftir það áttum við engin svör," og aðspurður hvernig honum fannst nýju mennirnir koma inn í leik Valsmanna svaraði Magnús: „Mér fannst þeir spila ágætlega, sérstaklega Mawejje. Billy var ágætur og Daði kom frískur inn, en í erfiðri stöðu." „Við fjarlægumst þann pakka sem við ætlum okkur að vera í með tapi hérna í dag, en við hættum ekkert. Þetta eru ellefu leikir í seinni umferðinni og við náðum ekki nægilega miklu úr fyrri umferðinni. Það eru tíu leikir eftir, en við náum ekki neinu með svona frammistöðu," sem segir Vals-liðið þurfa gera Vodafone-völlinn að meiri gryfju. „Það er áhyggjuefni hvað við tökum fá stig hérna. Við náum ekki að búa til neina gryfju hérna." „Patrick er að ná sér og við vitum það að þegar hann er heill er hann hörku framherji. Við erum með nægilega marga framherja, það vantar ekkert uppá. Við þurfum bara gera betur," sagði Magnús í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Körfubolti Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Enski boltinn Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira