Akureyri breytist í skíða- og brettaþorp Gunnar Leó Pálsson skrifar 6. febrúar 2014 10:30 Keppendurnir eru miklir ofurhugar og sýna listir sem eru sjaldséðar hér á landi. mynd/einkasafn „Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo. Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira
„Það eru nokkrir af þekktustu skíða- og brettaköppum heimsins væntanlegir hingað til lands á Iceland Winter Games, þetta verður svakaleg hátíð,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, viðburðastjóri hjá Viðburðastofu Norðurlands, sem stendur fyrir vetrarleikunum Iceland Winter Games. Hingað til lands eru að koma menn á borð við PK Hunder sem er frá Noregi en hann er í þrettánda sæti heimslistans í Free Skiing. Þess má til gamans geta að Hunder er einmitt að fara keppa á Vetrarólympíuleikunum sem hefjast á föstudaginn. Þá kemur Aleksander Aurdal einnig hingað og er hann í 39. sæti á heimslistanum, hann er einnig frá Noregi. Fleiri þekktir Free Skiing-kappar eru einnig væntanlegir.PK Hunder er ákaflega virtur Free Skiing-kappi en hann keppir á Iceland Winter Games leikunum í mars.mynd/einkasafnÁ Iceland Winter Games verður einnig keppt á snjóbrettum og eru stórstjörnur væntanlegar í þeirri grein. Marcus Kleveland, Mons Roisland, Petr Horak og Piot Janosz eru þar á meðal keppenda. „Mons Roisland var í þriðja sæti á Burton European Open-mótinu. Marcus Kleveland er talinn vera besti fjórtán ára snjóbrettakappinn í heiminum og varð hann í áttunda sæti á sama móti. Hann var meira að segja að keppa í fullorðinsflokki sem er fimmtán ára og eldri og var því að keppa upp fyrir sig,“ útskýrir Davíð Rúnar. Það koma ekki bara skíða- og brettakeppendur hingað til lands því Snow kiting-kapparnir Magnus Almås Parmann og Kristina Blomhoff Johansen eru einnig væntanlegir og ætla láta sig svífa yfir Akureyri. „Þau eru á skíðum og brettum, með litla fallhlíf og svífa því um. Þau ætla að svífa um bæinn og í Hlíðarfjalli,“ segir Davíð Rúnar léttur í lundu. Þá er matvælafyrirtækið Norðlenska að þróa sérhannaðar Iceland Winter Games-pylsur. „Það verður öllu umturnað í bænum og þessar sérhönnuðu pylsur eru ekki það eina sem upp á verður að bjóða. Það verður margt annað um að vera og á skemmtistöðum bæjarins verða þekkt tónlistaratriði.“ Páll Óskar og fleiri þekktir listamenn koma fram á skemmtunum í tengslum við hátíðina. „Dj Margeir sér svo um stuðið í fjallinu á meðan á hátíðinni stendur.“Hér fyrir neðan má sjá myndbönd af nokkrum keppendum sem koma fram á Iceland Winter Games sem fram fara 6. til 9. mars næstkomandi. Vake 2012 Teaser Team Fluid from Magnus Parmann on Vimeo.
Mest lesið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Lífið „Stal tannburstanum hans snemma í sambandinu“ Makamál Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fanney og Teitur greina frá kyninu Lífið Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Tónlist Fleiri fréttir „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Páskaleg og fersk marengsbomba Alls ekki öll von úti fyrir Væb-bræður Uppfyllti hinstu ósk ömmu sinnar „Afhverju myndi maður ekki vilja fara alla leið?“ Tilkynna leikara fyrir nýja Harry Potter þáttaröð Logi Þorvalds, Timothée Chalamet og Kylie í stuði á Coachella Bein útsending: Katy Perry fer út í geim Skandall sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna Sjá meira