4 laxar á land opnunardaginn í Ytri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 21. júní 2014 17:45 Jóhannes Hinriksson umsjónarmaður Ytri Rangár með fallegan urriða úr ánni Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær en áin var aflahæst allra laxveiðiánna í fyrra og það verður að teljast líklegt að hún berjist um þann titil í sumar. Það komu 4 laxar á land, allnokkrir sjóbirtingar og aðrir 4 laxar sluppu en það eru Norðmenn við veiðar og samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði eru þeir helst til rólegir við veiðarnar. "Þeir fara helst ekki út fyrr en 10 á morgnana og eru alveg ofsalega afslappaðir við veiðarnar" sagði Jóhannes í samtali í dag. Laxarnir sem komu á land og sluppu voru allir fyrir utan einn vænir tveggja ára laxar en það er þessi eini eins árs lax sem vakti mesta athygli veiðimanna í gær. Fyrir það fyrsta sjást varla eins árs laxar fyrr en í byrjun júlí í ánni en þessi kom upp á Tjarnarbreiðu og var löngu búinn að fella af sér lús og gönguhreistur. Þetta var stuttur, þéttur og pattaralegur 4 punda lax. Fyrsta bylgjan í ánna kemur yfirleitt um síðasta júnístraum en dagarnir á undan og eftir hafa líka verið gjöfulir. Það verður spennandi að fylgjast með ánni í sumar og keppni sem nokkuð víst að á eftir að verða spennandi um toppsætið en þar keppa systurárnar Ytri og Eystri venjulega um forystuna. Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði
Ytri Rangá opnaði fyrir veiði í gær en áin var aflahæst allra laxveiðiánna í fyrra og það verður að teljast líklegt að hún berjist um þann titil í sumar. Það komu 4 laxar á land, allnokkrir sjóbirtingar og aðrir 4 laxar sluppu en það eru Norðmenn við veiðar og samkvæmt Jóhannesi Hinrikssyni veiðiverði eru þeir helst til rólegir við veiðarnar. "Þeir fara helst ekki út fyrr en 10 á morgnana og eru alveg ofsalega afslappaðir við veiðarnar" sagði Jóhannes í samtali í dag. Laxarnir sem komu á land og sluppu voru allir fyrir utan einn vænir tveggja ára laxar en það er þessi eini eins árs lax sem vakti mesta athygli veiðimanna í gær. Fyrir það fyrsta sjást varla eins árs laxar fyrr en í byrjun júlí í ánni en þessi kom upp á Tjarnarbreiðu og var löngu búinn að fella af sér lús og gönguhreistur. Þetta var stuttur, þéttur og pattaralegur 4 punda lax. Fyrsta bylgjan í ánna kemur yfirleitt um síðasta júnístraum en dagarnir á undan og eftir hafa líka verið gjöfulir. Það verður spennandi að fylgjast með ánni í sumar og keppni sem nokkuð víst að á eftir að verða spennandi um toppsætið en þar keppa systurárnar Ytri og Eystri venjulega um forystuna.
Stangveiði Mest lesið Góð rjúpnaveiði um allt land í gær Veiði RISE fluguveiði- hátíðin fer fram 14. apríl Veiði Nokkrir risar úr Affallinu Veiði SVFR: Vefsalan hafin Veiði Fékk eftirminnilegasta fiskinn einn uppi í gljúfri Veiði Dræmt á efstu svæðum Blöndu Veiði Góðar tölur úr laxveiðiánum á liðinni viku Veiði Svalbarðsá komin í 75 laxa á tvær stangir Veiði Metlax úr Selá í dag: Vopnafjarðarárnar fullar af laxi Veiði Brúará gaf mest 140 laxa árið 1973 Veiði