Enski rokksöngvarinn Joe Cocker er látinn, sjötugur að aldri. Óþekkt veikindi drógu hann til dauða, samkvæmt fréttastofu BBC.
Cocker var þekktastur fyrir flutning sinn á Bítlalaginu With a little help from my friends og sína rámu söngrödd. Hann hélt tónleika hér á landi einu sinni, í Laugardalshöll árið 2005. Dúett hans með söngkonuninni Jennifer Warner, Up where we belong, fór í efstu sæti vinsældalista víða um heim árið 1982 og vann til bæði óskarsverðlauna og Grammy-verðlauna.
Í fyrra hélt Cocker tónleikaferðalag um Evrópu sem var hans best heppnaða til þessa. Hann var heiðraður af Bretadrottningu árið 2007 fyrir ævistörf sín.
Lífið