Stoppaði fyrir andarungum og fékk 90 daga fangelsisdóm Finnur Thorlacius skrifar 22. desember 2014 15:42 Varhugavert getur verið að klossbremsa fyrir andarungum sem eru á leið sinni yfir hraðbrautir. Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent
Kanadísk kona fékk nýlega dóm þar sem henni er gert að sitja í fangelsi í 90 daga fyrir að stoppa fyrir hópi andarunga. Það hljómar harður dómur, en með gjörð sinni olli hún tvöföldu dauðaslysi. Í því ljósi er dómur hennar kannski ekki mjög harður. Hún missir að auki ökuréttindi sín í 10 ár og er gert að vinna 240 klukkustunda samfélagsvinnu. Konan, Emma Czornobaj, stöðvaði bíl sinn á vinstri akrein á kanadískri hraðbraut er hún sá að fyrir framan bíl hennar var hópur af andarungum á leið sinni yfir veginn. Á eftir henni voru feðgin sem tvímenntu á mótorhjóli og dóu þau bæði er hjól þeirra skall á bíl konunnar á ríflega 100 km hraða.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent