Tónlist

Svartidauði spilar í fallbyssuvirki frá nítjándu öld

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Svartidauði gefur bráðum út The Synthesis of Whore and Beast.
Svartidauði gefur bráðum út The Synthesis of Whore and Beast. mynd/rakel erna
„Við munum troða upp í gömlu fallbyssuvirki frá 19. öld, það er mikil saga þarna í kring,“ segir Sturla Viðar Jakobsson, söngvari og gítarleikari svartmálmssveitarinnar Svartadauða.

Sveitin kemur fram á hátíðinni Brutal Assault í Tékklandi í ágúst ásamt mörgum stærstu metalsveitum heimsins. „Þetta er austast í Bæjaralandi og það að koma fram í fallbyssuvirki heillaði okkur strax, við erum ekki bara að spila á einhverju tékknesku NASA. Þetta er úti í náttúrunni með fallbyssum, það gerist varla meira metal en það,“ segir Sturla.

Á hátíðinni koma einnig fram sveitir eins og Sepultura, Brujeria, Cannibal Corpse, Cradle of Filth og tilvonandi Íslandsvinirnir Enslaved, sem spila á Eistnaflugi í júlí.

Það er nóg að gera hjá sveitinni en í byrjun janúar kemur út geisladiskur og vínilplata þeirra, The Synthesis of Whore and Beast. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.