Tímaflakk í flutningum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 12. febrúar 2014 06:00 Ég hef lítið ferðast um internetið síðustu daga. Hef bara ekki mátt vera að því þar sem ég stend í flutningum og ekki er boðið upp á nethangs á meðan. Hver einasta klukkustund síðustu sólarhringa hefur farið í að pakka niður í kassa, bera kassa, mála, þrífa og taka upp úr kössum og sér ekki fyrir endann á ósköpunum enn. Nettengingu hefur ekki verið komið á á nýjum stað og samband mitt við umheiminn því takmarkað. Ég sá ekki Eurovision, veit ekkert hvaða lög komust áfram, missti af True Detective og get ekki tekið þátt í umræðunni við kaffivélina af nokkru viti. Mér leið eins og ég hefði stungið höfðinu í sand. Ég varð að bæta úr þessu og um leið og ég komst í samband reyndi ég að glöggva mig umræðunni. Hafði ég misst af einhverju? Það fyrsta sem ég rak augun í var að á Facebook deildi fólk myndum af kennsluefni í íslenskum skólum þar sem krökkunum var ýmist kennd úrelt og fordómafull orðanotkun í bókinni Við lesum C, eða staðlaðar hugmyndir um kynhlutverk í Þjóðfélagsfræði fyrir grunnskóla. Ég komst í fúlt skap við að lesa þetta og ekki batnaði það þegar ég sá að í Þjóðfélagsfræðibókinni var að finna mynd af nýafstaðinni fæðingu og voru fótleggir móðurinnar í mynd. Hún var í háhæluðum skóm, gylltum á lit og með rauðlakkaðar táneglur! Sjálfsagt má kalla það mína eigin fordóma en ég tengi gyllta pinnahæla frekar við fantasíur karla en fæðingu barns. Skapið versnaði enn. Hafði ég farið aftur í tíma í flutningunum? Ég fékk staðfestingu á því þegar ég hélt netferðinni áfram. Ég gat ekki betur séð en að Icesave-draugurinn hefði vaknað upp meðan ég stóð í ströngu. Ég slökkti bara. Stakk höfðinu aftur í sandinn og tók til við kassana á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég hef lítið ferðast um internetið síðustu daga. Hef bara ekki mátt vera að því þar sem ég stend í flutningum og ekki er boðið upp á nethangs á meðan. Hver einasta klukkustund síðustu sólarhringa hefur farið í að pakka niður í kassa, bera kassa, mála, þrífa og taka upp úr kössum og sér ekki fyrir endann á ósköpunum enn. Nettengingu hefur ekki verið komið á á nýjum stað og samband mitt við umheiminn því takmarkað. Ég sá ekki Eurovision, veit ekkert hvaða lög komust áfram, missti af True Detective og get ekki tekið þátt í umræðunni við kaffivélina af nokkru viti. Mér leið eins og ég hefði stungið höfðinu í sand. Ég varð að bæta úr þessu og um leið og ég komst í samband reyndi ég að glöggva mig umræðunni. Hafði ég misst af einhverju? Það fyrsta sem ég rak augun í var að á Facebook deildi fólk myndum af kennsluefni í íslenskum skólum þar sem krökkunum var ýmist kennd úrelt og fordómafull orðanotkun í bókinni Við lesum C, eða staðlaðar hugmyndir um kynhlutverk í Þjóðfélagsfræði fyrir grunnskóla. Ég komst í fúlt skap við að lesa þetta og ekki batnaði það þegar ég sá að í Þjóðfélagsfræðibókinni var að finna mynd af nýafstaðinni fæðingu og voru fótleggir móðurinnar í mynd. Hún var í háhæluðum skóm, gylltum á lit og með rauðlakkaðar táneglur! Sjálfsagt má kalla það mína eigin fordóma en ég tengi gyllta pinnahæla frekar við fantasíur karla en fæðingu barns. Skapið versnaði enn. Hafði ég farið aftur í tíma í flutningunum? Ég fékk staðfestingu á því þegar ég hélt netferðinni áfram. Ég gat ekki betur séð en að Icesave-draugurinn hefði vaknað upp meðan ég stóð í ströngu. Ég slökkti bara. Stakk höfðinu aftur í sandinn og tók til við kassana á ný.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun