Lífið

Jack Sparrow bauð sig fram í Bandaríkjunum í gær

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Hér sést atkvæðaseðill með jafni Jack Sparrow.
Hér sést atkvæðaseðill með jafni Jack Sparrow.
Jack Sparrow bauð sig fram til sveitarstjórnar í Hennepinsýslu kosningum sem fram fóru í Bandaríkjunum í gær. Það var þó ekki kvikmyndapersónan sem túlkuð var af leikaranum Johnny Depp í kvikmyndunum um sjóræningja á Karíbahafi heldur bandarískur karlmaður í Minnesotaríki sem heitir Captain Jack Sparrow.

Þetta er ekki fyrsta tilraun Sparrow til að hefja feril í stjórnmálum en á síðasta ári bauð hann sig fram til borgarstjóra í Minneapolis fyrir stjórnmálaafl sem byggir á hugmyndafræði Occupy-hreyfingarinnar. Hann er aðgerðarsinni vegna húsnæðisvanda í Minnesota en hann hefur unnið náið með Occupy-hreyfingunni þar í baráttu sinni gegn nauðungarsölum banka á heimilum fólks.

Sparrow heldur úti bloggsíðunni Occupirate þar sem hann fjallar um samfélagsmál út frá sjónarhorni aðgerðar-pírata, eins og hann kallar það sjálfur. Þar birtast myndir af honum klæddum upp eins og sjóræningi. Áhugasamir geta kynnt sér stefnumál og baráttu Sparrow á síðunni.

Úrslit kosninganna í Hennepin liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×