Samtal við þjóðina Jón Hákon Halldórsson skrifar 5. nóvember 2014 06:00 Mótmælin á Austurvelli í fyrradag voru fjölmennari heldur en mig hafði grunað að þau gætu orðið. Samkvæmt fréttum taldi lögreglan að 4.500 manns hefðu lagt leið sína þangað. Mótmælin voru friðsamleg og það er ekki annað hægt en að fagna því að fólk beiti þessum lýðræðislega rétti sínum til þess að koma skoðunum á framfæri. Hugurinn reikar til loka ársins 2008 og byrjunar ársins 2009 þegar gríðarleg reiði skók samfélagið eftir bankahrunið og búsáhaldabyltingin svokallaða stóð sem hæst. Þá var reiðin skiljanleg. Stjórnvöld höfðu beinlínis tilkynnt fólkinu í landinu að hagkerfið hefði hrunið. Fólk mátti búast við verulegri kjararýrnun. Sumir stóðu frammi fyrir beinni launaskerðingu, verðbólgan fór hátt í tuttugu prósent, margir misstu vinnuna og sumir misstu húsnæðið sitt. Aðstæður virðast vera allt aðrar núna, eins og lýst er í nýlegri hagspá hagdeildar Alþýðusambands Íslands. „Horfur í íslensku efnahagslífi eru þannig bjartari en um langt árabil en fjárhagsleg staða heimilanna hefur batnað og lagt grunn að umtalsverðum vexti einkaneyslu á þessu ári. Skuldir heimilanna fara lækkandi, kaupmáttur launa vaxandi, væntingar hafa aukist og dregið hefur úr efnahagslegri óvissu. Þetta, samhliða skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda og skattkerfisbreytingum, mun ýta undir töluverðan vöxt einkaneyslunnar á tímabilinu,“ segir beinlínis í hagspá ASÍ. Þess vegna er svo áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna 4.500 manns eru reiðubúnir til þess að koma saman og mótmæla þegar aðstæður í efnahagslífinu virðast vera svo miklu betri og hagur fólks almennt að vænka. Þegar rætt er við mótmælendur um ástæður þess að það tók þátt voru fjölmargar ástæður nefndar. Samfélagið logar vegna kjaradeilna, fólk hefur áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, fólki finnst vanta réttlæti í skattkerfið og fólki finnst stjórnmálamenn ekki bera ábyrgð á gjörðum sínum. Allir stjórnmálaflokkarnir á Íslandi eiga í grunninn sameiginleg markmið. Stefnt skal að bættum kjörum almennings, góðri menntun og öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa lagt upp með ákveðna stefnu til að ná þessum markmiðum. Þá stefnu má meðal annars finna í stjórnmálaályktunum flokkanna, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þingræðum ráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í útvarpsviðtali í gær að hann hefði hlustað eftir því sem fólk væri að segja í mótmælunum. Það er mikilvægt að hann og forsætisráðherra bæði hlusti og skýri betur hvert þeir ætla að stefna það sem eftir er af kjörtímabilinu. Annars er hætt við því að mótmælafundum á Austurvelli fjölgi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Afreksverk Lilju Daggar Alfreðsdóttur Atli Valur Jóhannsson Skoðun Fullorðins greining á loftslags stefnumálum Páll Gunnarsson,Matthías Ólafsson Skoðun Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun Streituvaldar heimilanna Anna Karen Sch. Ellertsdóttir Skoðun Stórsigur fyrir lífeyrisþega Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun
Mótmælin á Austurvelli í fyrradag voru fjölmennari heldur en mig hafði grunað að þau gætu orðið. Samkvæmt fréttum taldi lögreglan að 4.500 manns hefðu lagt leið sína þangað. Mótmælin voru friðsamleg og það er ekki annað hægt en að fagna því að fólk beiti þessum lýðræðislega rétti sínum til þess að koma skoðunum á framfæri. Hugurinn reikar til loka ársins 2008 og byrjunar ársins 2009 þegar gríðarleg reiði skók samfélagið eftir bankahrunið og búsáhaldabyltingin svokallaða stóð sem hæst. Þá var reiðin skiljanleg. Stjórnvöld höfðu beinlínis tilkynnt fólkinu í landinu að hagkerfið hefði hrunið. Fólk mátti búast við verulegri kjararýrnun. Sumir stóðu frammi fyrir beinni launaskerðingu, verðbólgan fór hátt í tuttugu prósent, margir misstu vinnuna og sumir misstu húsnæðið sitt. Aðstæður virðast vera allt aðrar núna, eins og lýst er í nýlegri hagspá hagdeildar Alþýðusambands Íslands. „Horfur í íslensku efnahagslífi eru þannig bjartari en um langt árabil en fjárhagsleg staða heimilanna hefur batnað og lagt grunn að umtalsverðum vexti einkaneyslu á þessu ári. Skuldir heimilanna fara lækkandi, kaupmáttur launa vaxandi, væntingar hafa aukist og dregið hefur úr efnahagslegri óvissu. Þetta, samhliða skuldalækkunaraðgerðum stjórnvalda og skattkerfisbreytingum, mun ýta undir töluverðan vöxt einkaneyslunnar á tímabilinu,“ segir beinlínis í hagspá ASÍ. Þess vegna er svo áhugavert að velta því fyrir sér hvers vegna 4.500 manns eru reiðubúnir til þess að koma saman og mótmæla þegar aðstæður í efnahagslífinu virðast vera svo miklu betri og hagur fólks almennt að vænka. Þegar rætt er við mótmælendur um ástæður þess að það tók þátt voru fjölmargar ástæður nefndar. Samfélagið logar vegna kjaradeilna, fólk hefur áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, fólki finnst vanta réttlæti í skattkerfið og fólki finnst stjórnmálamenn ekki bera ábyrgð á gjörðum sínum. Allir stjórnmálaflokkarnir á Íslandi eiga í grunninn sameiginleg markmið. Stefnt skal að bættum kjörum almennings, góðri menntun og öflugu heilbrigðis- og velferðarkerfi. Forystumenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins hafa lagt upp með ákveðna stefnu til að ná þessum markmiðum. Þá stefnu má meðal annars finna í stjórnmálaályktunum flokkanna, stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar og þingræðum ráðherra. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði í útvarpsviðtali í gær að hann hefði hlustað eftir því sem fólk væri að segja í mótmælunum. Það er mikilvægt að hann og forsætisráðherra bæði hlusti og skýri betur hvert þeir ætla að stefna það sem eftir er af kjörtímabilinu. Annars er hætt við því að mótmælafundum á Austurvelli fjölgi.
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun
Fyrirtæki sem stundar stórfelld mannréttindabrot í Palestínu haslar sér völl á Íslandi Hjálmar Heiðdal Skoðun