Lífið

Spaugstofan komin í pásu

Freyr Bjarnason skrifar
Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Pálmi Gestsson hafa ekki sungið sitt síðasta.
Karl Ágúst Úlfsson, Örn Árnason, Sigurður Sigurjónsson og Pálmi Gestsson hafa ekki sungið sitt síðasta.
Í fyrsta sinn síðan í byrjun síðasta áratugar er Spaugstofan ekki á dagskrá í sjónvarpi.

„Það voru gerðar heilmiklar breytingar á Stöð 2, bæði áherslubreytingar og mannabreytingar. Þetta var eitt af því sem kom út úr því,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, spurður út í stöðu mála hjá þeim félögum. „Þetta kom okkur á óvart en þetta er ekkert sem við nennum að vera ergilegir yfir.“

25 ár eru liðin síðan Spaugstofan byrjaði með fasta þætti í Ríkissjónvarpinu. Fyrir fjórum árum söðluðu þeir félagar um og fluttu sig yfir á Stöð 2 en núna er það tímabil á enda runnið.

Á þessum 25 árum hefur Spaugstofan tvívegis tekið pásur frá sjónvarpsþáttagerð og þannig er staðan einnig núna. „Við erum enn að vinna saman og erum að skoða hvað við gerum næst,“ segir Karl Ágúst.

Spurður hvort þeir séu í viðræðum við aðra sjónvarpsstöð segir hann málið snúast um hvað þeim sjálfum þyki mest spennandi.

„Við erum að skoða alla möguleika og alla miðla, þannig séð. En við höfum alltaf verið veikir fyrir leiksviðinu og erum að velta því fyrir okkur kannski að skella okkur á svið.“








Fleiri fréttir

Sjá meira


×