Lífið

Tvíburar eyða milljónum í lýtaaðgerðir til að líta út eins og dúkkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sara og Emma Koponen, 25 ára, eru sænskir, eineggja tvíburar sem hafa eytt rúmlega fimmtán þúsund dollurum, tæplega tveimur milljónum króna, í lýtaaðgerðir til að líta út eins og dúkkur. 

Sara og Emma hafa farið í brjóstastækkanir og látið fyllingu í varir sínar svo eitthvað sé nefnt en þær fara líka í ræktina á hverjum degi. Að þeirra sögn eru þær með aðgerðir á heilanum og stefna að því að verða fullkomnar eins og kemur fram í viðtali við tvíburana í The Mirror.

„Okkur leið strax betur með líkama okkar og við fengum mikla athygli,“ segja þær um fyrstu brjóstastækkunina sem þær fóru í.

„Faðir okkar sagði að hann væri fyrir vonbrigðum með okkur en mamma samþykkti þetta og vinir okkar voru afbrýðisamir.“

Þær borða alltaf á sama tíma til að vera í sama takti og ætla að æfa eins lengi og þær geta.

„Fyrir okkur er ekkert of mikið.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×