Lífið

Nærbuxunum rigndi yfir Jógvan, Friðrik Ómar og Matta

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Sýningin Töfrar Tom Jones var frumsýnd um síðustu helgi í Austurbæ en í henni eru Friðrik Ómar, Jógvan Hansen og Matti Matt fremstir í flokki.

Eins og nafnið gefur til kynna eru lög hjartaknúsarans Tom Jones í aðalhlutverki í sýningunni en frægt er orðið á tónleikum með goðinu að bæði konur og karlmenn hentu nærbuxum í gríð og erg uppá sviðið.

Það sama var uppá teningnum í Austurbæ síðustu helgi eins og sést í meðfylgjandi myndbandi.

„Og fjöldinn af brókunum sem komu uppá svið,“ segir Friðrik Ómar og bætir við að gomma af nærbuxum hafi verið keypt sérstaklega fyrir sýninguna í New York því tónlistarmennirnir héldu að Íslendingar myndu ekki henda neinum brókum uppá svið. Svo var ekki.

„Sviðið, það þurfti að sópa það,“ bætir Friðrik Ómar við.

Tónlistarmennirnir þrír eru ekki alveg sammála um hver hafi fengið flestar nærbuxur en Jógvan stendur í þeirri trú að það sé hann. Ástæðan? Jú, hreimurinn.

„Ég er með geðveikt flottan hreim, færeyskan. Sjúklega sexí,“ segir hann og hlær.

Jógvan og Friðrik í sveiflu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×